Ástin á sér stað heitir lagið
Ástin á sér stað heitir nýja þjóðhátíðarlagið sem flutt er af þeim Sverri Bergmann og Friðrik Dór Jónssyni. Lagið var frumflutt í morgun og má hlusta á það og sjá myndband við það hér að neðan.
Höfundur lagsins er Fjallabróðirinn og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson en hann samdi einnig þjóðhátíðarlagið árið 2012, Þar sem hjartað slær en lagið var flutt af Sverri, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræðrum.
„Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni og maður mun leggja sig allan fram. Það verður gaman að syngja með Sverri, þó svo að hann komist aðeins hærra en ég,“ sagði Friðrik Dór í viðtali á Vísi í febrúar. „Mér líst geðveikt vel á þetta. Þetta er auðvitað pressa en ég hlakka mikið til,“ sagði Sverrir í sama viðtali.
Lagið má hlusta á hér að neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=T4NSAgVdZt0&w=560&h=315]