Á sumrin er mikilvægt að huga vel að umhirðu og vörn húðarinnar, sem og aðra mánuði ársins. Flest viljum við öðlast hraustlegt útlit og fríska svolítið upp á okkur eftir langa vetrarmánuði. En um leið og við njótum þess að sóla okkur og taka smá lit er mikilvægt að veita húðinni þá næringu og vörn sem hún þarfnast.
Á snyrti- og dekurstofunni Deluxe í Glæsibæ er boðið upp á ýmsar frábærar meðferðir sem henta húðinni afar vel á sumrin. ,,Vinsælt er að konur fari í nærandi og frískandi andlitsmeðferðir að loknum vetri til þess að undirbúa og hressa upp á húðina,” segja þær Gyða Agnarsdóttir og Sólrún Pétursdóttir, eigendur Deluxe.
Deluxe býður upp á jurtaandlitsböð frá Dr. Med. Schrammek sem henta vel fyrir allar húðgerðir en vörurnar innihalda hreinar jurtir og eru hannaðar af þýskum húðlækni. Húðlínan frá Dr. Med. Schrammek hefur notið mikilla vinsælda – enda vörur í hæsta gæðaflokki.
Auk andlitsbaða er ýmislegt annað í boði hjá Deluxe. Fótsnyrtingin þeirra hefur verið mjög vinsæl allt árið um kring og eykst til muna á sumrin, jafnt hjá konum sem körlum. Fótsnyrtingunum fylgir alltaf heitsteinanudd, sem eykur slökun og vellíðan.
Á Facebook síðu Deluxe koma svo inn ný tilboð í hverjum mánuði en í júní er 20% afsláttur af líkamsvaxi.
Aðspurðar mæla Gyða og Sólrún á Deluxe með því að skrúbba húðina með kornmaska eða skrúbbhanska 1 – 2 sinnum í viku og næra hana svo vel á eftir. ,,Þannig losum við okkur við dauðar húðfrumur sem liggja á yfirborði húðarinnar,” segja þær. Eftir að vera búin að skrúbba húðina er gott að bera á hana krem sem hentar þinni húðgerð.
Þegar kemur svo að því að halda út í sólina er mikilvægt að kanna sólarvarnirnar vel, en til þess að fá sem besta vörn á að bera sólarvörnina á sig 30 mínútum áður en farið er út og svo reglulega í gegnum daginn.
Sólrún og Gyða mæla með Hydra Maximum rakalínunni sem inniheldur náttúrleg efni sem veita húðinni góðan raka og hentar sérstaklega vel fyrir þurra húð. Þær benda sérstaklega á dagkremið úr Hydra Maximum línunni, en rannsóknir hafa sýnt að raki húðarinnar geti aukist um allt að 41% við notkun kremsins. Það veitir
húðinni góða vörn gegn ytra áreiti, fallegan ljóma og hentar vel fyrir þá sem eru með exem eða psoriasis. Það inniheldur 20 spf.
Deluxe mælir einnig með BB kreminu frá Dr. Med. Schrammeck sem er litað dagkrem fáanlegt í þremur tónum og inniheldur 20 spf vörn. BB – kremið virkar vel bæði sem létt vörn og til að bera á viðkvæma húð sem hefur brunnið. Það hefur einnig róandi áhrif á húðina, svo frábært er að nota það eftir útiveru í sólinni og t.d. til að bera á skordýrabit sem klæjar undan. BB kremið frá Dr.Med.Schrammeck kom fyrst á markað fyrir 50 árum síðan og inniheldur engin aukefni.
Fyrir frekari upplýsingar um meðferðir og fleira á boðstólnum hjá Deluxe má finna á vefsíðu þeirra, deluxe.is. Einnig er hægt að finna þær undir Deluxe Snyrti- og dekurstofa á Facebook og á SnapChat undir nafninu deluxedekur.
Deluxe snyrti- og dekurstofa, Álfheimum 74 (Glæsibæ), 105 Reykjavík. Sími: 571-0977. Netfang: deluxe@deluxe.is