Högni Egilsson, betur þekktur sem Högni í Hjaltalín, er staddur í Berlín í Þýskalandi þessa stundina og í morgun brast þessi magnaði tónlistarmaður í söng þegar hann heimsótti sendiráð Íslands í borginni.
Högni er staddur í Berlín til þess að vera viðstaddur heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Innsæi, eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, en hann á titillagið í myndinni
Meðfylgjandi myndband tók Helga Lárusdóttir, ritari sendiráðsins, af Högna þar sem hann söng þjóðsöng Íslands í Felleshus, en það er sameiginlegt húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín undir sa. Óhætt er að segja að Högni valdi því ágætlega að syngja þjóðsönginn eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.
Helga birti myndbandið á Facebook-síðu sinni og gaf hún DV leyfi til að birta það. Í færslunni sem hún birtir með myndbandinu segir Helga: „Hann hreinlega brast í söng – ef ykkur langar að hita upp fyrir landsleikinn með Högna þá er lag núna. Mæli sérstaklega með ‘eilífu smáblómi’ (0,50) hinu síðara, það hljómar vel í Felleshus, og svo er það bananinn sem er óvænta proppsið,“ segir hún.
Að sögn Helgu þá er Högni á leið til Austurríkis og Ungverjalands þar sem hann mun koma fram með Gus Gus á tónleikum.