fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Eru þau ekkert þreytt?

Forsetaframbjóðendur í óþægilegum stellingum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. júní 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjónvarpsstöðvunum rekur hvert viðtalið við forsetaframbjóðendur annað. RÚV stendur vitanlega sína vakt, en ekki er laust við að manni finnst að þar á bæ sé lítið hugsað um að frambjóðendum líði vel í stúdíóinu. Í nær tveggja tíma kappræðum á dögunum stóðu bæði spyrlar og frambjóðendur allan tímann, nokkuð sem maður hefði sjálfur ekki viljað gera. Þarna stóðu forsetaframbjóðendurnir og reyndu að vera beinir í baki og virðulegir, allir nema hin óútreiknanlega Elísabet Jökulsdóttir sem fór snemma að halla sér fram á púltið og þegar leið á þáttinn var hún búin að finna sér uppáhaldsstellingu sem var ekki sérlega forsetaleg en sennilega sú þægilegasta í þessum aðstæðum.

Þetta fyrirkomulag var ekki aðlaðandi en hlýtur að hafa kallað fram vissa umhyggju hjá fjölmörgum áhorfendum sem hljóta að hafa hugsað með sér: „Ætli þau séu ekki orðin þreytt á að standa svona lengi.“ Á Stöð 2 höfðu menn vit á að láta spyrla og frambjóðendur sitja í sætum sem hlýtur að hafa verið notalegt og hugsanlega framkallað þægilegra andrúmsloft en ella.

Nú er RÚV að sýna þætti þar sem hver frambjóðandi fær að mæta einn og svara spurningum spyrla. Þar sitja reyndar allir en þá kemur í ljós að ekki er sama hvernig fólk situr. Frambjóðandinn situr einn og tveir spyrlar á móti honum. Það er eins og frambjóðandinn hafi verið kallaður til bæði skólastjórans og yfirkennarans. Ekki eru það þægilegustu aðstæður sem hægt er að lenda í. Ég hef séð tvo af þessum þáttum og þar var ákveðin stirðleiki ríkjandi, viðkomandi frambjóðendur stóðu sig ekki illa en voru samt ekki jafn afslappaðir og maður hefði viljað sjá þá. Ef þeir hefðu setið í sófa hefði þeim örugglega liðið betur. Það á að leyfa frambjóðendunum að skína og gera umhverfið notalegt svo við fáum að kynnast þeim eins og þeir raunverulega eru, en ekki eins og þeir eru þegar þeim er stillt upp við vegg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað