Hot Wings Borgarinn – sá heitasti
900 Grillhús er fjölskyldufyrirtæki í Vestmannaeyjum þar sem 4 af 5 meðlimum fjölskyldunnar starfa og sá fimmti, sem hjálpar til annað slagið, er 12 ára. Þessi glæsilegi veitingastaður fagnaði 10 ára afmæli á mánudaginn var; á þeirri skemmtilegu dagsetningu: 06.06.16.
Að sögn Hólmgeirs Austfjörð er humarborgarinn langvinsælasti hamborgari staðarins. „Hann hefur verið á matseðlinum í ein 6 ár. Á honum er hvítlauksristaður humar,140 gramma nautabuff, sveppir, laukur, iceberg og hvítlaukssósa. Humarborgarinn er ekki hvað síst vinsæll á sumrin og hefur einnig heillað ferðamenn sem koma hingað til Eyja.“
„Næsti hamborgarinn okkar hlaut nafnið Íslandsmeistarinn og hann varð til þegar ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta árið 2014. Á þessum hamborgara er 140 gramma nautabuff, 100 gramma rifinn grísahnakki (pulled pork) sem er maríneraður í Captain Morgan BBQ-sósu sem er búin til á staðnum auk þess sem hann er líka með laukhringjum, jalapeno og iceberg. Þessi hamborgari hefur algjörlega slegið í gegn hjá gestum okkar og fylgir humarborgaranum fast á eftir í vinsældum,“ segir Hólmgeir.
„Þriðji hamborgarinn er kallaður Hot wings borgarinn. Hann er með 150 grömmum af Black Angus nautabuffi, beikoni, iceberg, klettasalati, gráðaosti og hot wings-sósu. Þessi bragðgóði borgari er borinn fram með buffaló-vængjum og sætum frönskum kartöflum. Þessi hamborgari á sér vart hliðstæðu svo ég viti til, hann er mjög bragðsterkur og það er að virka vel í þá sem hafa smakkað.“
900 Grillhús
Vestmannaeyjabraut 23
Vestmannaeyjar
Sími: 482-1000
Erum á Facebook!
www.facebook.com/900grillhus
www.900grillhus.is