Spot: Kræsilegir kolagrillaðir nautaborgarar
Hamborgararnir á Spot eru allir kolagrillaðir með alvöru viðarkolum. Þá er einmitt mikilvægt að hafa aðeins meiri fituprósentu en venjulega. Það er svo að sjálfsögðu hernaðarleyndarmál þeirra Spot-manna hver sú tala er.
Árni, eigandi Spot, bendir á að mjög mikill munur sé á pönnusteiktum og kolagrilluðum hamborgara.
„Bragðið verður allt annað og mun betra þegar borgararnir eru grillaðir á viðarkolum því þau gefa ótrúlega gott bragð,“ segir hann. „Vinsælustu borgararnir okkar eru piparostaborgarinn og béarnaise-borgarinn en sígildi ostborgarinn stendur líka alltaf fyrir sínu. Öllum hamborgurum fylgja franskar og kokkteilsósa. Þetta eru alvöru 140 gramma nautahamborgarar úr ekta ungnautahakki frá Kjöthúsinu. Við breyttum uppskriftinni nýlega í samráði við þá og jukum fituprósentuna í kjötinu. Það sló í gegn,“ segir hann.
Spot verður að sjálfsögðu með alla leiki á EM í beinni útsendingu. Frábær tilboð er á mat og drykk allan mánuðinn og stuð og stemmning eins og alltaf.
Spotborgari og Carlsberg Tilboð 2.000,-
Pizza m/2 áleggjum og Carlsberg Tilboð 2.100,-
Stór Carlsberg á krana Tilboð 800,-
Það mun því engin koma að tómum kofanum
Hamborgarasalan tengist sannarlega mikið fótboltanum þar sem Spot er öðrum þræði sportbar. Þar eru ávallt góð hamborgaratilboð þegar leikir eru í gangi.
Að sögn Árna koma ýmsir hópar á Spot, bæði stórir og smáir. „Við erum til dæmis bæði með Liverpool- og Man. United-klúbbinn hérna og þeir sækja mikið til okkar til að horfa á fótbolta og fá sér gómsætan borgara. Annars eru hóparnir af öllum stærðum, frá fjórum meðlimum upp í fimmtíu. Við fáum oft mikið af fyrirspurnum frá t.d. tíu manna hópum sem eru að plana óvissuferðir. Hóparnir sem koma þannig fá síðan frítt á ballið hérna um kvöldið og þetta vilja margir nýta sér í svona hópa- og hvataferðum.“
Spot er til húsa að Bæjarlind 6 í Kópavogi og er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Staðrinn býður einnig upp fjölbreyttan mat frá klukkan fimm síðdegis, meðal annars hinir margrómuðu hamborgarar. Matseðill og frekari upplýsingar um staðinn má skoða á heimasíðu staðarins www.spot.is.
Einnig er vert að benda Facebook síðu Spot , en þar koma reglulega inn upplýsingar um viðburði af ýmsum toga. Sem fyrr segir er Spot jafnframt einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Í gegnum tíðina hefur megin þorri af helsta tónlistarfólki landsins troðið þar upp og komast þá gjarnan færri að en vilja.
Spot
Bæjarlind 6
201 Kópavogur
Sími: 554-4040.