fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Þjóðleg hús fyrir ferðaþjónustuaðila

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júní 2016 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gluggagerðin framleiðir þjóðleg og falleg timburhús sem nýst geta ferðaþjónustuaðilum á fjölbreyttan hátt „Við höfum lagt mikla áherslu á að halda í þjóðlegt útlit við hönnun húsanna okkar og höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við útliti þeirra frá viðskiptavinunum. Svarti litur húsanna, efnisvalið og byggingarlagið virðist gera það að verkum að þau falla einstaklega vel að íslensku landslagi,“ segir Birgir Hauksson framkvæmdastjóri Gluggagerðarinnar. Fyrirtækið hefur framleitt gæðaglugga um árabil en býður einnig upp á vönduð þjóðleg íslensk sumarhús og smáhýsi sem ferðaþjónustuaðilar hafa nýtt sér í auknum mæli.

Hófst allt með Sprotanum

„Við byrjuðum á því að hanna fyrsta húsið okkar, Sprotann, fyrir um 12 árum og í dag má finna hann víða um land og er hann auðþekkjanlegur af rauðu hurðunum. Við höfum átt gott samstarf við ýmsa aðila í ferðaþjónustu sem nýtt hafa sér þetta hús með margvíslegum hætti, s.s. sem ferðaskála, gistihús, verslun eða afgreiðslu. Nú erum við m.a. að byggja hús fyrir öflugan ferðaþjónustuaðila í Mývatnssveit sem heillaðist af útliti húsanna og ætlar sér að byggja nokkur slík á næstu árum,“

Birgir Hauksson, framkvæmdastjóri Gluggagerðarinnar
Birgir Hauksson, framkvæmdastjóri Gluggagerðarinnar

segir Birgir. Eitt þeirra fyrirtækja sem notað hafa hús frá Gluggagerðinni eru Bergmenn, en þeir bjóða upp á fjallaskíðaferðir á Tröllaskaga. Þar hafa húsin reynst mjög vel og þykja sóma sér vel í því stórbrotna landslagi.

Mismunandi stærðir og útfærslur á húsum

Hjá Gluggagerðinni eru fáanlegar þrjár megingerðir af vönduðum timburhúsum, en einnig er hægt að fá hús sem eru sérhönnuð og sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Sprotinn er fáanlegur í nokkrum stærðum, frá 14 fm til 60 fm, en stækka má húsið með því að bæta við bíslögum.

Þjónustuhúsið Léttir hentar vel fyrir tjaldstæði
Þjónustuhúsið Léttir hentar vel fyrir tjaldstæði

Þjónustuhúsið Léttir er um 6 fm að stærð og sérstaklega hannað með ferðaþjónustuaðila í huga og getur m.a. nýst sem salernis- eða sturtuaðstaða. Léttir hefur m.a. verið notaður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og hefur þar staðist mikið álag og mikla notkun. „Við viljum að húsin okkar endist vel og teljum nauðsynlegt að vanda til verka svo fjárfestingin skili sér vel til kaupandans,“ segir Birgir Hauksson að lokum.

Sprotinn fellur vel að íslensku landslagi
Sprotinn fellur vel að íslensku landslagi

Nýjustu húsin frá Gluggagerðinni eru kölluð Óðal, en stærð þeirra er um 100 fm. Húsin eru með tveimur bíslögum og sérlega vönduð í alla staði og grunnskipulagið er hannað af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. Hægt er að fá húsin frá Gluggagerðinni afhent á mismunandi byggingarstigum. Nánari upplýsingar um húsin má finna á vefsíðu fyrirtækisins, gluggagerdin.is, eða í síma 566-6630.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni