Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra ætlar að horfa á Ísland mæta Austurríki á Evrópumótinu í knattspyrnu karla sem fram fer í Frakklandi. Leikurinn verður á Stadte de France á miðvikudaginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra mun einnig í ferð sinni eiga fund með aðstoðarframkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) og sækja franska þingið heim.
Þá tekur hann þátt í viðburði á vegum Fransk-íslenska verslunarráðsins á Signubökkum í tengslum við Evrópumótið og heimsækir svokallað Evróputorg.