Kjörstaðir opnuðu nú klukkan 9 í morgun víðast hvar og verða þeir opnir til klukkan 22. Í fámennari sveitarfélögum eru kjörstaðir opnir skemur, en upplýsingar um opnunartíma má nálgast hér.
Allir Íslendingar 18 ára og eldri mega kjósa. Það skiptir máli að mæta á kjörstað. Níu manns gefa kost á sér en þau eru Elísabet Jökulsdóttir, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson, Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Halla Tómasdóttir, Sturla Jónsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir.
Eyjan er með beina textalýsingu frá kosningunum í dag. Þar segir meðal annars:
„Síðasta skoðanakönnun fyrir kjördag, þjóðarpúls Gallup sem RÚV birti í gær, sýndi Guðna Th. Jóhannesson sem fyrr með nokkuð afgerandi forystu, 44 prósent. Hann hefur þó tapað all nokkru fylgi á undanförnum vikum. Halla hefur verið í mikilli sókn eftir að hafa verið undir pilsnerfylgi lengi vel framan af. Hún mælist með 18,6 prósent í gær.
Munurinn á milli Andra Snæ og Davíðs Oddssonar er nánast enginn, en þeir njóta stuðnings um 15 til 16 prósent kjósenda.“