fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Rekstrarvörur: Sjarminn felst í handverkinu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2016 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarvörur bjóða upp á vörur frá hinum virtu, frönsku fjölskyldufyrirtækjum Pillivuyt og Revol en saga þeirra nær yfir 200 ár aftur í tímann. Sjarmurinn við framleiðsluna er fólgin í því að um er að ræða handverk en það gerir hvern og einn hlut ansi sérstakan, þar sem enginn hlutanna er nákvæmlega eins. Þessi örlitli blæbrigðamunur gerir vörurnar einstakar. Fólk hefur alveg fallið fyrir þessum stílhreina borðbúnaði.

Ferköntuðu frönsku diskarnir eru tímalausir og urðu klassískir um leið og þeir komu á markað. Diskarnir eru sterkir og má setja þá inn í ofn. Þótt diskarnir séu mjög vandaðir og fallegir þá henta þeir einnig hversdags og þegar um fínna borðhald er að ræða er lítið mál að gera þá hátíðlegri, t.d. með glæsilegum servíettum og fínni hnífapörum. Rekstrarvörur eru með á boðstólum smart línu í hnífapörum með hamraðri áferð sem eru einstaklega elegant og eiga vel við frönsku hönnunina. Glæsilegt úrval ýmissa tegunda servíetta er einnig að finna í versluninni og starfsfólk aðstoðar með ánægju við val á þeim í stíl við stellið sem á að nota.

Náttúruþema í brúðkaupsveislum sumarsins

Í sumar er vinsælt að vera með tengingu við náttúruna í veislum og hvers kyns teitum og þannig þemu eru gjarnan höfð í brúðkaupsveislum. Hjá Rekstrarvörum fæst dásamlegt úrval af vörum í rustic stíl og jarðarlitum. Hvítt, svart og grátt er svo ávallt sígilt í borðbúnaði.

Rekstrarvörur bjóða verðandi brúðhjónum upp á að vera með gjafalista, sem hefur ýmsa kosti, sérstaklega þegar fólk er að safna í stell. Það kemur einnig í veg fyrir að brúðhjónin fái mörg eintök af t.d. sömu skálinni í brúðargjöf! Þetta fyrirkomulag sparar fólki þá fyrirhöfn að þurfa ekki að standa í því að skila og skipta vörum.

Verslun Rekstrarvara er með vörur sem eru alltaf til á lager. Um er að ræða professional línur í borðbúnaði sem endast og eru alltaf til. Úrvalið hjá framleiðendunum er það mikið að einnig er boðið upp á sérpöntunarþjónustu. Rekstrarvörur eru með mjög gott úrval á lager en ef viðskiptavinurinn vill jafnvel eitthvað annað er sjálfsagt að sérpanta fyrir hann.

Mikið úrval hvers kyns glasa fyrir öll tilefni fást í versluninni. Glösin eru í ýmsum verðflokkum og hægt er að fá ódýr, sterk glös sem og fínasta eðal kristal.

Úrvals þjónusta faglegs starfsfólks

Rekstrarvörur er þekkt fyrir að veita úrvals þjónustu þar sem starfsfólk aðstoðar með allt milli himins og jarðar af stakri fagmennsku. Að auki er rekin vefverslun sem er hagkvæmt að nýta sér en þar er hægt að gefa sér endalausan tíma til þess að spá og spekúlera í vörum og er vefverslunin opin allan sólarhringinn. Rekstrarvörur senda svo frítt út á land ef farið er yfir ákveðna upphæð. Á síðunni www.rv.is er að finna alla flóruna.

Það geta allir verslað við Rekstrarvörur því verslunin er alls ekki bundin við sölu til fyrirtækja og stofnana. Verslunin er opin öllum.

Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík. Sími: 520 – 6665. Einnig er tekið við pöntunum í tölvupósti: sala@rv.is
Opnunartími: Alla virka daga kl. 08.00 – 18.00 og laugardaga 10.00 -16.00 allt árið.
www.rv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni