fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Mátaði buxur í H&M en komst ekki í þær: Þúsundir sýna henni stuðning

Ruth Clemens mátaði buxur í H&M – Það endaði ekki vel

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. júní 2016 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruth Clemens er ósköp venjuleg kona, nokkuð hávaxnari en meðalkonan en sker sig ekki úr að neinu sérstöku leyti. Fyrir skemmstu gerði Ruth sér ferð í verslun H&M þar sem hún mátaði buxur.

Það eitt og sér væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það sem fylgdi í kjölfarið.

Ruth greip stærstu stærðina sem fáanleg var í versluninni – og þá stærstu sem fataframleiðandinn framleiðir – og fór með þær í mátunarklefann.

Henni til undrunar gat hún ekki hneppt buxunum og var hún töluvert frá því meira að segja eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Myndina tók Ruth inni í mátunarklefa verslunarinnar og er óhætt að segja að hún og færsla hennar við myndina á Facebook hafi vakið mikla athygli.

„Ég geng vanalega í stærð 14 þannig að mér datt í hug að máta þær. Það fór ekki vel,“ segir hún.

„Ég glími ekki við ofþyngd (ekki að það skipti máli) og þó ég sé tæpir 180 sentímetrar á hæð er ég meðalkona í lögun. Ég á alveg nógu erfitt með að finna mér föt vegna hæðar minnar, en af hverju eru buxurnar svona óraunverulega litlar?,“ spyr Ruth í færslunni sem stíluð er á H&M.

„Er ég of feit fyrir ykkur? Á ég að taka því að vinsæl fatakeðja eins og H&M framleiði ekki föt fyrir konur í minni stærð? Takið líka eftir bolnum sem ég er í. Hann er frá ykkur og er í stærðinni „medium“. Takið ykkur taki.“

Óhætt er að segja að færslan hafi vakið mikla athygli og hafa 63 þúsund notendur Facebook skellt „like“ á hana. Þá hafa tæplega sjö þúsund athugasemdir verið skrifaðar og tæplega níu þúsund deilt færslunni.

Þess má geta að talsmaður H&M hefur svarað Ruth í færslunni þar sem fram kemur að forsvarsmönnum verslunarinnar þyki leitt að upplifun hennar hafi ekki verið í samræmi við væntingar.

„Við viljum að viðskiptavinir okkar njóti þess að koma í verslanir okkar. Við framleiðum fatnað fyrir allar verslanir okkar um allan heim og stærðir geta verið mismunandi, til dæmis eftir sniði og fataefni. Við kunnum að meta allar ábendingar um það sem betur má fara og munum taka ábendingar þínar og annarra viðskiptavina til skoðunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni