Ferðamenn orðlausir – Gríðarleg fagnaðarlæti
Karlakór Reykjavíkur kom vegfarendum heldur betur á óvart rétt eftir hádegið í dag með óvæntri uppákomu á útitaflinu í miðborg Reykjavíkur.
Kórinn tekur þátt í risastóru Norrænu karlakóramóti í Hörpu í dag, en þar koma saman 23 kórar og syngja saman til þess meðal annars að fagna 100 ára afmæli karlakórsins Fóstbræðra.
Það er óhætt að segja að karlakórinn prúðbúni hafi slegið í geng á útitaflinu í dag. Ferðamenn jafnt sem innfæddir féllu í stafi yfir fögrum tónum, en kórinn tók nokkur gullfalleg ættjarðarlög undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Blaðakona DV var á staðnum og náði að fanga stemmninguna með snjallsíma sínum!
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zrK6ZpfmJVk&w=560&h=315]