fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Fimm dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu

Sjáðu myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á landi er enginn skortur á stórglæsilegum einbýlishúsum en fasteignaverðið er mjög hátt og ekki fyrir hvern sem er að verða sér úti um slíka eign. Hér birtum við fimm dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðin. Þau eru öll að finna í Reykjavík og öll nema eitt í miðborg Reykjavíkur.

Bergstaðastræti 81, 101 Reykjavík – 230 milljónir

Hér eru tíu herbergi í einbýlishúsi á 404 fermetra eign við Bergstaðastræti 81 í miðborg Reykjavíkur. Húsið er á þremur hæðum, kjallari, aðalhæð, ris og stendur á sérlega fallegri lóð. Húsið er virðulegt og franskir gluggar setja á það mjög fallegan svip. Það var byggt árið 1945 og síðan breytt og stækkað verulega árið 1975. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.

Ránargata 18, 101 Reykjavík – 195 milljónir

Hér er á ferðinni glæsilegt einbýlishús sem skiptist í þrjár hæðir auk rislofts við Ránargötu 18 sem er á horni Ránargötu og Ægisgötu. Húsið er íslensk steinsteypuklassík reist árið 1927. Húsið hefur verið nýtt sem skrifstofuhúsnæði í 70 ár en hentar einnig sem einbýlishús eða fleiri íbúðir. Það eru átta herbergi, þrjú baðherbergi og þrír inngangar í húsinu. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.

Sjafnargata 14, 101 Reykjavík – 195 miljónir

Um er að ræða fallegt og reisulegt 384 fermetra einbýlishús með bílskúr við Sjafnargötu í Reykjavík. Húsið er staðsett neðan við götu með fallegu útsýni í átt að Reykjavíkurflugvelli. Húsið var byggt árið 1930 og eru 11 herbergi á þremur hæðum. Eignin var endurgerð árið 2013. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.

Laufásvegur 43, 101 Reykjavík – 169 milljónir

Þetta hús er þrír matshlutar, þrjár íbúðir og allar með sér inngangi. Hægt er að breyta nýtingu hússins í einbýlishús. Jarðhæðin er 76,9 fermetrar, miðhæðin er 101,7 fermetrar og rishæðin er 81,1 fermetrar. Húsið var byggt 1903. Það er endurnýjað og að hluta til nýtt hús. Borgarstjórinn í Reykjavík veitti þessu húsi viðurkenningu árið 2005 vegna vel gerðra endurbóta. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.

Laugarásvegur 44, 104 Reykjavík – 159 milljónir

Stórglæsilegt 320 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á frábærum stað við Laugardalinn í Reykjavík. Eigin hefur öll verið endurnýjuð hið inra og ytra nýlega. Lóðin er 842 fermetrar að stærð. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.

Mynd: Jonatan Gretarsson

Mynd: Jonatan Gretarsson

Mynd: Jonatan Gretarsson

Mynd: Jonatan Gretarsson

Mynd: Jonatan Gretarsson

Mynd: Jonatan Gretarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni