fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Sátt við skilnaðinn

„Vinnan eyðileggur líf fólks“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. maí 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir er tekin við ritstjórn tímaritsins Séð og heyrt. „Já, ég er alveg til í viðtal,“ sagði hún þegar Ragnheiður Eiríksdóttir hafði samband við kollegann og fyrrverandi skólasystur sína úr Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þær hittust á kaffihúsi í miðbænum, umkringdar ferðamönnum, og spjölluðu um köttinn Kela, líf húsmæðra í Garðabænum, ástina á dansi og dásamlega hversdagsleikann.

„Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið á ævi minni. Hvorugt okkar gerði hinu gott. Við vorum á tímamótum þgar við hittumst. Hann kominn heim úr námi erlendis og ég á síðasta árinu í Stundinni okkar. Við könnuðumst hvort við annað úr Garðabænum og höfðum sömu sýn og gildi, vildum stofna fjölskyldu. Við eignuðumst tvo stráka, en ég átti einn strák fyrir, og ég tók húsmóðurhlutverkið mjög alvarlega. Ég er frægur moppari og er mjög náin vörulínu Ajax, ásamt því að vera verulega liðtæk í eldhúsinu. Við fórum kannski aðeins of hratt, en hvenær gerir fólk þetta svo sem rétt? Bæði áttum við stórar fjölskyldur í Garðabæ svo grunnurinn var góður og öruggur. En vinnan eyðileggur líf fólks. Ég var í hálfu starfi sem kennari og heimavinnandi á móti. Svo var ég íþróttafulltrúi í fimm ár. Hann var í bankageiranum, vann brjálæðislega mikið og var mikið í burtu. Ég ætlaði samt að láta þetta ganga og tók það á þrjóskunni. Þetta var á þeim tíma sem flugeldurinn tók á loft í peningageiranum og margar fjölskyldur fundu fyrir auknu álagi á þessum tíma. Við vorum bara ein hjón af mörgum. Margir skildu, lentu í vanda og hrunið hafði auðvitað margvíslegar afleiðingar. Þegar heil þjóð dettur í það verða timburmennirnir miklir.“

Nýji ritstjórinn segir að það eigi að vera skemmtilegt að vera í Séð og heyrt!
Jákvæðnin í fyrirrúmi Nýji ritstjórinn segir að það eigi að vera skemmtilegt að vera í Séð og heyrt!

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Pínulítið raðhús og gömul gleraugu

Voruð þið með tvo Range Rovera og alltaf að skipta um eldhúsinnréttingu? Ásta hlær. „Nei, aldeilis ekki. Ég var meira og minna heima, átti hræðilega ljótan og gamlan stubbastrætó og bjó í pínulitlu raðhúsi, með gömul gleraugu og fór sjaldan í hárlitun. Vinnugallinn minn var strigaskór, gallabuxur og flíspeysa, á meðan konurnar í kring voru á hælum og í Karen Millen-drögtum.“

Vinnugallinn minn var strigaskór, gallabuxur og flíspeysa, á meðan konurnar í kring voru á hælum og í Karen Millen-drögtum.

Hún er sátt við skilnaðinn og sannfærð um að ákvörðunin hafi verið þeim báðum til góðs. „Auðvitað er skilnaður stór ákvörðun og hún var alls ekki tekin í skyndi. Ég gat bara ekki séð að við mundum verða besta útgáfan af sjálfum okkur með því að halda áfram að vera saman. Svo við lokuðum fyrirtækinu og stofnuðum í staðinn tvö dótturfyrirtæki – tvær nýjar fjölskyldur sem börnin okkar tilheyra. Ég man eftir skilnuðum þegar ég var á unglingsaldri. Þeir skóku Garðabæinn og það var mikið slúðrað. Það er alls ekki langt síðan þetta þótti stórmál. Um daginn tók ég viðtal við ágætan mann sem sagði að það væri ekkert vit í manni fyrr en eftir fertugt – ég er bara dálítið sammála honum. Við byrjuðum saman þrítug og 15 árum síðar var þessu nánast sjálfhætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“