fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
FókusKynning

Ísmaðurinn: Hollur frostpinni úr 100% ávöxtum

Kynning

„Yngsta kynslóðin jafn hrifin af frostpinnanum og þeir sem eldri eru.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 hóf Ísmaðurinn framleiðslu á heilsusamlegum frostpinna sem gerður er úr 100% ferskum ávöxtum og inniheldur engin aukefni. Frostpinninn er því kærkominn tilbreyting fyrir unnendur frostpinna og einnig þá sem er annt um heilsuna.

Jón Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri Ísmannsins, fékk hugmyndina að ávaxtafrostpinnanum þegar hann fór að kynna sér innihaldslýsingar á þeim frostpinnum sem fyrir voru á markaðnum.

„Ég gat ekki betur séð en að allir frostpinnar innihaldi töluvert mikið magn af litarefnum, sætuefnum og bragðefnum, svokölluðum e-efnum. Mörg þeirra efna hafa það hlutverk að auka geymsluþol vörunnar, bæta bragð og lit. Svo til að bæta gráu ofan á svart hafði langflestum þeirra verið dýft í einhvers konar súkkulaði til að gera þá enn sætari,“ segir hann.

Í takt við vakningu fólks á hollu mataræði

Að sögn Jóns Þórs hefur salan á frostpinnanum aukist jafnt og þétt í takt við vakningu fólks á hollu mataræði. „Í dag höfum við varla undan við að framleiða þennan frostpinna. Og það sem okkur þykir vænst um er að yngsta kynslóðin virðist vera jafn hrifin af frostpinnanum og þeir sem eldri eru.“

Fyrsti íslenski frostpinninn með engum aukefnum

Frostpinninn inniheldur ananas, banana og bláber og er aðeins notast við ferska ávexti í framleiðsluna. Engum aukefnum eða vökva er bætt við. Það má því með sanni segja að fyrsti íslenski 100% ávaxtapinninn sé frábær orkugjafi og svalandi í sólinni og milli mála fyrir ungt fólk á öllum aldri.

100% ávaxtapinninn fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó, Víði, Kosti, Melabúðinni, Fjarðarkaupum og Iceland.

Ísmaðurinn
Bakkabraut 6
200 Kópavogur
Sími: 564-1313.
www.ismadurinn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
31.01.2025

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum

Beiersdorf lyftir baráttunni gegn ótímabærri öldrun húðarinnar – Sjáanleg áhrif á 5 mínútum og langtíma meðferð gegn hrukkum
Kynning
29.01.2025

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu

Fyrirtækjaþjónusta IKEA – fagleg ráðgjöf þér að kostnaðarlausu
Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu