fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Benedikt missti sinn besta vin: Leit á hann sem stóra bróður

-Var lengi að jafna mig á þessu áfalli

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Brynleifsson er einn besti trommuleikari landsins. Hann gekk í gegnum erfiða lífsreynslu árið 2011 þegar hann missti sinn besta vin, Sigurjón Brink, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu. Benedikt tjáir sig um þennan sára og erfiða missi í samtali við Vikudag. Þegar Sigurjón, eða Sjonni, eins og hann var gjarnan kallaður, féll frá var Benedikt, Þórunn Clausen eiginkona Sjonna og Vignir Snær að vinna að laginu Aftur heim sem Vinir Sjonna fluttu í lokakeppni Eurovision í Þýskalandi.

„Ég leit á hann sem eldri bróður. Hann hafði mikil áhrif á mig og mér þótti alltaf vænt um hve hvetjandi hann var þegar ég þurfti á að halda og hann var duglegur að hrósa mér. Ég var mjög lengi að jafna mig á þessu áfalli og þessi lífsreynsla hafði veruleg áhrif á mig. Ég kynntist Sjonna fyrst þegar við í Naglbítunum spiluðum á Iceland Airwaves árið 2003 en þá var hann með hljómsveitinni The Flavors. Okkur varð strax vel til vina og ég gekk skömmu síðar í hljómsveit hans.“

Benedikt segir erfiða tíma hafa tekið við.

„Þetta var gríðarlega erfitt, ég hafði minnst góðan vin minn en að sama skapi gladdist ég yfir því að við vorum komnir þetta langt með lagið hans og gátum því komið boðskapnum á framfæri fyrir framan alla Evrópu. Þetta var mjög tilfinningaríkt og eflaust gerði fólk sér ekki grein fyrir sem sat heima og horfði hversu erfitt það var fyrir okkur að standa á sviðinu að flytja lagið.“

Hann bætir við að hlutirnir hafi gerst hratt frá því að Sigurjón lést og skyndilega voru þeir mættir á stóra sviðið.

„Það var margt sem þurfti að gera á skömmum tíma og stundum flaut maður hálfpartinn með í öllu ferlinu og var ekki alveg viss um hvað væri gerast eða hvað myndi gerast næst. Það tók eitt við af öðru. En reynslan sem fylgdi því að fara út með strákunum og spila lagið var gríðarleg og ég er þakklátur fyrir það […] Þetta var erfitt en dýrmæt reynsla.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=AJNt0_6P9h0&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“