„Hvað? Hélduð þið að ég væri hættur á Snapchat?“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, er mættur aftur á Snapchat.
Sigmundur hafði vakið athygli fyrir líflegar myndir og myndbönd í þessu vinsæla smáforriti, en eftir að hann hann lét af embætti sem forsætisráðherra, eftir afhjúpun Kastljóss, hefur hann látið lítið fyrir sér fara.
Sigmundur fór í frí í apríl síðastliðnum en hann mun snúa aftur til þingstarfa á morgun. Hjálmar Bogi Hafliðason tók sæti Sigmundar á Alþingi meðan á fjarveru hans stóð.
Myndina hér að ofan birti Sigmundur á Snapchat í morgun og spurði: „Hvað? Hélduð þið að ég væri hættur á Snapchat?“