fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Andri Snær segir Vigdísi hafa verið róttæka og hápólitíska

„Gjörningur, sem Yoko Ono hefði alveg eins getað gert“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það væri áhugavert ef einhver rannsakaði hvaða leiðtoga Íslendingar erlendis myndu kjósa fyrir Íslendinga. Þeir sjá Ísland öðrum augum. Fólk losnar undan flokksálögum og byrjar að hugsa öðruvísi þegar það dvelur ytra.“

Hér um bil svona byrjar símtal Ragnheiðar Eiríksdóttur, blaðakonu DV, við Andra Snæ Magnason, rithöfund og forsetaframbjóðanda. Hann er staddur í Kaupmannahöfn og átti fund með Íslendingum á Laundromat café á miðvikudagskvöldið. Með í för eru Grímur Atlason, Elín Ey tónlistarkona og Margrét Sjöfn Torp, eiginkona frambjóðandans.

Vigdís var róttæk

Hvernig ætlar þú að koma umhverfissjónarmiðunum þínum á framfæri? Hvaða vald hefur forseti í þeim efnum?

„Umhverfismálin eru á mörgum sviðum og ég held að forseti geti haft mikil áhrif. Í fyrsta lagi getum við skoðað þau út frá hnattræna sjónarmiðinu. Þau málefni sem varða Ísland snúast til að mynda um hafið og bráðnandi jökla. Á næstu árum verður Ísland í sviðsljósinu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa í heiminum. Ef við skoðum umhverfismál burtséð frá hálendismálum, getum við til að mynda talað um tískusóun og matarsóun. Þetta eru almenn atriði sem kalla á viðhorfsbreytingar en ekki lagabreytingar. Mikið af því snýst um gildi sem amma og afi voru með – að nýta í stað þess að henda. Það sem kallað er matarsóun núna, kallaði amma mín að klára matinn sinn.

Þegar Vigdís plantaði trjám var það róttæk aðgerð. Leiðtogar áttu að vera sterkir og harðir, og hún fór með erlenda gesti og plantaði trjám. Við sjáum það kannski ekki í dag, en þetta var gjörningur, sem Yoko Ono hefði alveg eins getað gert. Pólitískt og háróttækt.

Ég hef ekki væntingar um hraðar breytingar sem hægt væri að knýja fram í einræðisherrastíl. Alþingi er starfandi og leiðin til að hafa áhrif er í gegnum það, og auðvitað önnur stjórnstig kerfisins. Kerfin okkar í dag eru þung og með endalausum fyrirvörum. Ráðuneyti tala ekki saman og ýmislegt má bæta. Ég geri mér grein fyrir því að forseti getur haft áhrif í orði – vakið athygli á málefnum og sett þau á dagskrá. Sem þjóðkjörinn manneskja getur hann farið þvert á alls konar landamæri og mörk og fengið fólk til að tala saman. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir