fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Snæland: Tveir fyrir einn alla þriðjudaga!

Kynning

Með Kjörís í 30 ár!

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. maí 2016 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snælandsvídeó, sem hóf feril sinn við Furugrundina í Kópavogi, heitir í dag einfaldlega Snæland og leggur áherslu á ís og grill, enda nánast ekkert vídeó lengur. Um er að ræða rótgróið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Það er Pétur Smárason sem er í forsvari fyrirtækisins í dag en hann var mjög ungur að árum þegar hann fór að aðstoða föður sinn við afgreiðslu.

Metnaður og gæði

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við erum afar þakklát fyrir trygglynda viðskiptavinina sem koma aftur og aftur til okkar – þar sem þeim finnst þeir fá langbesta ísinn. Við höfum frá upphafi verið með ísblöndu frá Kjörís en þeir eru með æðislega uppskrift frá 1974. Við erum vinsælir af nágrönnunum í hverfunum þar sem við erum staðsettir en eigum einnig fastakúnna frá öðrum landshlutum, sem heimsækja okkur í bæjarferðum og eins gestir úr öðrum íbúðahverfum,“ segir Pétur. „Frá upphafi hefur markmið okkar og metnaður í Snælandi snúist fyrst og fremst um að vera ávallt með gott verð og bestu fáanleg gæði í ísnum okkar.“

Besti Bragðarefurinn í bænum!

„Það er skemmtilegt að skoða hversu mikið ísmenningin hefur breyst frá því við hófum rekstur árið 1985. Hún er vissulega mun fjölbreyttari og meira spennandi en áður var. Vinsælasti ísinn á okkar bæ er Bragðarefur með ferskum jarðarberjum enda er hann alveg meiriháttar bragðgóður og ferskur. Það er líka alltaf vinsælt að fá sér einn í brauði með dýfu.

Það hefur alltaf verið fjölskyldufyrirtækinu Kjörís mikið kappsmál að framleiða bragðgóðar gæðavörur sem neytendur geta treyst. Það er lykillinn að því að ísunnendur haldi óhikað áfram að gæða sér á ís frá Kjörís með góðri samvisku.“

Þriðjudagstilboðin slá í gegn

„Þriðjudagstilboð Snælands hafa heldur betur slegið í gegn en þá eru í boði tveir ísar úr vél á verði eins. Viðskiptavinir bíða glaðir í röð þegar um svo rausnarlegt tilboð er að ræða á frábærum ís. Gaman væri að gera þriðjudaga að alþjóðlegum ísdegi,“ segir Pétur og hlær.

Snælandsbúðirnar er að finna á eftirtöldum stöðum

Laugavegi 164 – Reykjavík
Núplind 1 – Kópavogi
Reykjavíkurvegi 72 og Staðarbergi 2-4 – Hafnarfirði

Opnunartími mán-sun: 10:00 – 23:00
Snæland á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni