Minningartónleikar um David Bowie voru haldnir á föstudagskvöldið í Eldborgarsal Hörpu. Þar stigu fjölmargir landsþekktir söngvarar og hljóðfæraleikarar á svið og heiðruðu minningu þessa fallna meistara. David Bowie lést þann 10. janúar síðastliðinn, en hann er án efa einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma.
Valdimar Tónarnir frá þessum ljúfa söngvara runnu inn í eyrun eins og hunang.
Stefán Jakobsson Söngvari Dimmu undir áhrifum meistarans.
Sigurður Guðmundsson Söngvarinn og bakaradrengurinn Sigurður steig á svið.
Þór Beiðfjörð Söngleikjasöngvarinn í miklum ham.
Andrea Gylfadóttir Stórsöngkonan var ein þeirra sem heiðruðu Bowie á tónleikunum.
Karl Örvarsson Karl var einn þeirra sem skipulögðu tónleikana.