fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Þuríður fór í örlagaríkan útreiðatúr fyrir tíu árum: „Þetta gerðist bara á sekúndubroti“

Auður Ösp
Mánudaginn 8. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands fór í örlagaríkan útreiðatúr fyrir áratug síðan, sem endaði á því að hún kastaðist af baki. Í kjölfarið lamaðist hún fyrir neðan brjóst og er í dag bundin við hjólastól. Þuríður ræðir um þessa lífsreynslu í sjónvarpsþættinum Mannamál sem sýndur er á Hringbraut í kvöld.

Það var á vorkvöldi fyrir tíu árum að Þuríður fór í útreiðatúr í Hegranesi í Skagafirði.

„Við ætluðum að fara með hrossin yfir í Hegranes. Þarna, klukkan sex að kvöldi þá var þetta ákveðið, ég ætlaði að taka mér smá hlé frá vinnunni, standa upp. Ég hef stundum sagt það að maður stóð upp, hljóp út, dreif sig heim og kom sér í hestagallann og hafði ekki hugmynd um það að klukkutíma seinna myndi maður aldrei standa upp aftur.“

Þegar komið var yfir í Hegranes gerðist það að merin sem Þuríður var á hreinlega trylltist. Þuríður segir það hafa gerst fyrirvaralaust og án skýringa.

„Ég átti engar bjargir. Ég sá fram að ég þyrfti að kasta mér af baki, til þess að forða mér inhvern veginn. Svo gerist það að ég kastast af baki, ég fer í boga og lendi á bakinu ofan á steinybbu. Ég rotast ekki eða neitt slíkt, ég bara lá þarna, ég man ekki til þess að ég hafi fundið til einu sinni. Þetta gerðist bara á sekúndubroti og ég sé að fæturnir liggja svona við hliðina á mér.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Þuríði Hörpu í sjónvarpsþættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=H0NpEdLERYQ]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Díegó fundinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2