fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
FókusKynning

Gottís – Mæran: Ísbíltúrinn til Hveragerðis endurvakinn!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mekka íssins er í Hveragerði og hafa höfuðborgarbúar lengi haldið í þá skemmtilegu venju að gera sér ferð austur fyrir fjall og fá sér bragðgóðan ís að hætti Hvergerðinga. Guðný Ingibergsdóttir, eigandi Gottís – Mæran, segir að hugmyndin að ísbúðinni hafi kviknað við eldhúsborð systur hennar og mágs í Hveragerði, líkt og margar aðrar góðar hugmyndir.

„Þá var engin ísbúð fyrir hér í bænum, eins ótrúlegt og það hljómar, þar sem Kjörís er bókstaflega framleiddur í túnfætinum,“ segir hún.

Úr Hafnarfirði í Hveragerði

„Við hjónin ákváðum að skella okkur á þetta spennandi tækifæri og fara út í rekstur ísbúðar. Ég, maðurinn minn Ingvar Már og börnin okkar tvö, fluttum úr Hafnarfirðinum og keyptum fallegt einbýlishús hér í Hveragerði. Fjölskyldan er mjög ánægð með búsetuna enda er einstaklega gott að búa í þessum góða bæ. Við opnuðum ísbúðina svo 21. apríl 2015 þannig að hún er bara rétt nýorðin eins árs.“
Guðný, sem er framreiðslumaður að mennt, og Ingvar Már, lærður matreiðslumeistari, festu kaup á sjoppunni Mærunni sem staðsett er við Breiðumörk 10 – í sama húsnæði og Hverabakarí var áður til húsa.

Ísinn að sjálfsögðu frá Kjörís

„Ísinn er að sjálfsögðu frá Kjörís og hefur Gottís verið tekið fagnandi af jafnt Hvergerðingum sem og ísbíltúrafólki sem kemur víða að,“ segir Guðný.

Hún vekur athygli á því að gaman sé að heimsækja blómabæinn Hveragerði enda hafi hann upp á að bjóða margvíslega afþreyingu og útivist fyrir fjölskylduna og dýrmæta nánd við náttúruna . „Og svo fæst náttúrlega besti ísinn hér, “ segir Guðný hlæjandi.

Gottís – Mæran
Breiðumörk 10
Hveragerði
Sími: 483-4879.
Opnunartími: 12.00–22.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb