fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Guðmundur reyndi að svipta sig lífi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hermann Gunnarsson glímdi árum saman við mikla vanlíðan og sökk djúpt ofan í svartnættið. Guðmundur, eða Mummi eins og hann er gjarnan kallaður gafst að lokum upp og reyndi að svipta sig lífi. Hann er aðeins 23 ára og deildi reynslu sinni í fréttatíma RÚV. Hann telur mikilvægt að opna umræðu um sjálfsvíg. Þá segir hann að það sé alltaf von.

„Það er hægt að ná bata.“

Eftir að hafa glímt við þunglyndi um árabil og ekki fengið aðstoð reyndi Guðmundur að fremja sjálfsmorð. Það var í apríl á síðasta ári.

Hann segir:

„Mestu erfiðleikarnir sem komu fram voru að ég var rosalega mikið að drekka og ég á í mjög miklum vandamálum með það. Það dregur að sér neikvæða hugsun og mikið verið að dæma sjálfan sig, svo blandaðist áfengi og töflur saman.“

Eftir misheppnaða sjálfsmorðtilraun var Guðmundur innritaður á Vog. Það var þá sem hann heyrði af Hugarafli og hefur hann sótt styrk þangað reglulega. Þar fékk lífið aftur tilgang. Telur hann það hjálpa öðrum að deila reynslu sinni og hægt sé að ná bata. Vonin sé alltaf til staðar.

„Ég tala við fólk með mismunandi reynslu og deili minni reynslu til að hjálpa öðrum,“ segir Mummi og bætir við brosandi þegar hann er spurður um líðan sína í dag og hvort hann hefði trúað að hann kæmist á þennan stað: „Ég gæti mér ekki ímyndað mér…Fyrir ári ef það hefði verið sagt eitthvað svona við mig þá væri ekki séns að ég myndi trúa því.“

Hér má horfa á viðtal við Mumma í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Í gær

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu