fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Ísbúð Vesturbæjar: Gamli góði ísinn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. maí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hefur Ísbúð Vesturbæjar verið órjúfanlegur hluti af mannlífi Vesturbæjarins; krakkar og annað ungt fólk, m.a. úr nærliggjandi skólum, veit fátt betra en að fara í uppáhaldsísbúðina sína. Sömu sögu er að segja um KR-inga og annað gott fólk! Það var þó ekki annað hægt en að deila ljúffenga leyndarmálinu með öðrum borgarbúum og breiddist út ísfagnaðarerindið, sem skilaði sér í opnun fleiri útibúa Ísbúðar Vesturbæjar.

Kristmann Óskarsson framkvæmdastjóri segir að viðtökurnar á nýju stöðunum hafi farið fram úr björtustu vonum og á þeim sé líka fullt út úr dyrum um kvöld og helgar, rétt eins og raunin hefur alltaf verið á Hagamelnum.

Aðalsmerki Ísbúðar Vesturbæjar

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Hinn víðfrægi „Gamli ís“ er sérstaklega framleiddur fyrir Ísbúð Vesturbæjar og fæst ekki í neinum öðrum ísbúðum,“ segir hann. „Sá ís er því bæði sérhæfing okkar og aðalsmerki. Sá gamli er vinsælastur hjá okkur enda ferskur og bragðgóður hágæða mjólkurís sem allir kunna að meta. Nafnið vísar í gamla ísinn sem hefur verið seldur í Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel um árabil og fjölmargir þekkja. Ísbúð Vesturbæjar býður líka upp á rjómaís og þeyting, eða Bragðaref, sem eru sígildir. Að sjálfsögðu er einnig alltaf klassískt og gott að fá sér einfaldlega ís með dýfu í brauði en úrvalið í dag er orðið svo miklu meira en þekktist áður og sósutegundirnar og hið ýmsa meðlæti er hreint ævintýralegt!“ segir Kristmann að lokum.

Bæjarlind Kópavogi
Ísbúð Vesturbæjar Bæjarlind Kópavogi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á næstunni verður opnuð Ísbúð Vesturbæjar í Grafarvogi

Ísbúð Vesturbæjar er á eftirtöldum stöðum: Hagamel 67, Grensásvegi 50, Skipholti 50c og Bæjarlind 1–3, Kópavogi og Fjarðargötu 19, Hafnarfirði.

Opnunartími búðanna er frá kl. 12:00 – 23:30 alla daga vikunnar.
www.facebook.com/isbudvesturbaejar/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni