fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Óttast um velferð Sinead O’Connor: Skilaði sér ekki heim eftir hjólatúr

Lögreglan lýsir eftir söngkonunni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. maí 2016 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt uppfærð
Sinead O’Connor er komin fram og er heil á húfi, að sögn lögreglu

Ekkert hefur spurst til írsku söngkonunnar Sinead O’Connor síðan í gærmorgun. Lögregla hefur lýst eftir henni og óttast er um velferð hennar.

Að því er TMZ greinir frá fór Sinead O’Connor út að hjóla í gærmorgun í Wilmette í úthverfi Chicago-borgar í Bandaríkjunum. Hún er sögð hafa farið út klukkan sex að morgni en klukkan eitt eftir hádegi var lögregla látin vita að hún hefði ekki skilað sér heim.

Í yfirlýsingu sem lögreglan í Wilmette sendi frá sér í dag kemur fram að lögregla óski eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að vita um ferðir söngkonunnar.

Aðstandendur Sinead O’Connor eru sagðir hafa haft áhyggjur af heilsu hennar og mun hún hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum. Í nóvember í fyrra birti hún færslu á Facebook þar sem hún kvaðst hafa tekið of stóran skammt af lyfjum. Fyrr í þessum mánuði virtist hún hins vegar við góða heilsu og tilkynnti hún áhangendum sínum að hún hygðist vinna í sjálfboðastarfi fyrir góðgerðarstofnun í Chicago.

Það var svo í gærmorgun, eða skömmu áður en síðast sást til hennar, að hún birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún virtist gagnrýna son sinn, Jake, 28 ára, vegna forræðisdeilu sem hún hefur staðið í vegna þriggja annarra barna sinna.

Sinead O’Connor var í hópi vinsælustu tónlistarmanna heims á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar en sló rækilega í gegn með laginu Nothing Compares 2 U. Lagið samdi tónlistarmaðurinn Prince sem féll frá í aprílmánuði.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=-ZCiHsIfrOg&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram