Mjólka var stofnað í febrúar árið 2005 og framleiðir fjölbreytt úrval af vörum, m.a. fetaost, sýrðan rjóma og ab mjólk. Mjólka sameinaðist Vogabæ árið 2008 og flutti þá starfsemi sína í húsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði og hefur verið þar síðan. Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru seldar um allt land ásamt útflutningi til Færeyja.
Mjólka kynnir nú nýja vöru, tilbúna kakósúpu í brúsa. Kakósúpan frá Mjólku er tilbúin köld beint úr brúsanum en einnig er hægt að hita hana í potti eða setja í skál og hita í örbylgjuofni. Súpan hentar því einstaklega vel þegar fjölskyldan vill eitthvað einfalt, gott og fljótlegt. Það er alltaf skemmtilegt að para saman ljúffenga kakósúpu með tvíbökum.
Kakósúpan kemur í handhægum eins lítra brúsum sem framleiddir eru í Bretlandi og eru alls ráðandi á mjólkurmarkaðinum þar og í fleiri löndum. Brúsinn þykir einstaklega þægilegur í umgengni og fer vel í ísskápinn. Þessir brúsar þykja einnig sérstaklega auðveldir í endurvinnslu.
Tilbúin kakósúpa frá Mjólku
– einfalt, gott og fljótlegt.