fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Helga Braga var í fimm ára löngu ofbeldissambandi

Þakklát fyrir reynsluna – „Ég hef upplifað ofbeldi en það hefur líka verið fyrirgefið“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 4. maí 2016 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi lífsreynsla hefur gefið mér ákveðinn skilning og dýpt sem manneskja og listamaður,“segir leikkonan ástsæla Helga Braga Jónsdóttir sem um áraraðir hefur skemmt landanum á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi. Er þar skemmst að minnast hinna goðsagnakenndu Fóstbræðraþátta þar sem Helga Braga skapaði margar af eftirminnilegustu persónum íslenskrar sjónvarpssögu en hin geðþekka gamanleikkona segir ómetanlegt að geta gert grín að sjálfri sér, enda þyki henni vænt um gallana sína. Hún lagðist í mikla sjálfsvinnu fyrir þrítugt og hefur gert upp fortíðina, þar á meðal ofbeldissamband og kynferðisofbeldi.

Helga Braga er í ítarlegu og einlægu viðtali við tímaritið MAN þar sem hún kemur meðal annars inn á andlegt hugleiðsluprógramm sem hún hefur stundað frá árinu 1997, en í því felst að borða ekki dýr og neyta ekki áfengis eða annarra fíkniefna. Hún kveðst hafa notað vín til að ná sér niður eftir gigg en hún hafi þó náð að stoppa áður en neyslan varð vandamál. Mögulega hefði hún annars þróast út í fínan „gardínualka“ eins og hún orðar það en aðrir hlutir veita henni lífsfyllingu í dag.

Hún kveðst tileinka sér hugsunarhátt 12 spora kerfisins þó svo að hún hafi ekki farið í meðferð. „Ef það er eitthvað sem gerðist ekki þá hef ég sætt mig við það. Ef það er eitthvað sem ég þarf að gera upp eða biðjast afsökunar á þá er það gert,“ segir hún og nefnir sem dæmi hvernig hún hefur notast við þetta viðhorf til að gera upp fortíðina.

„Ég var í fimm ára löngu ofbeldissambandi á mínum yngri árum og lenti auk þess í kynferðisofbeldi sem barn. Þetta tvennt er að miklu leyti ástæðan fyrir því að ég fór í mikla sjálfsvinnu innan við þrítugt, því ég var brotin stúlka með lágt sjálfsmat,“

segir hin geðþekka gamanleikkona og bætir við að hún sé í raun þakklát fyrir þessa reynslu því með henni hafi hún öðlast skilning sem meðal annars hafi gert henni kleift að halda fyrirlestra og námskeið um sjálfsstyrkingu.

Viðtalið við Helgu Brögu má nálgast í heild sinni í nýjasta tölublaði MAN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Í gær

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu