fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
FókusKynning

Nýjaland heilsustofa

Kynning

Vellíðan líkama og sálar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. maí 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsustofan Nýjaland hefur verið starfrækt á Seltjarnarnesi síðan sumarið 2006. Um er að ræða heilsusetur sem býður upp á fjölbreytilegar meðferðir og heildrænar lausnir.
Stefanía S. Ólafsdóttir, eigandi Nýjalands, segir að það veiti fólki mikið frelsi þegar því líður vel á bæði líkama og sál. „Við í Nýjalandi trúum því að þú getir öðlast frelsi frá líkamlegum og andlegum verkjum.“

Blómadropar koma á jafnvægi

„Það má segja að blómadropar tilheyri nýrri grein græðara,“ segir Stefanía. „Þeir vinna ekki með því að ráðast beint á sjúkdóma, heldur auka þeir orkuflæðið í líkama okkar og sál. Þeir geta gagnast við sorg, kvíða, áhyggjum og ýmsu áreiti. Þeir gefa okkur lífsorku, auka metnað og ákveðni, róa og stilla kvíða, ótta og jafnvel ofsahræðslu. Þeir geta veitt okkur vernd, skýra hugsun og einbeitingu. Þeir kenna okkur að gefa og þiggja kærleikann.

Hjá Nýjalandi færðu einstaklingsbundna blómadroparáðgjöf og við blöndum sérstaka blómadropablöndu sem hentar þínum þörfum og hjálpar þér að ná betra jafnvægi,“ segir hún.
Fífillinn fagri er eitt af uppáhaldsblómum Stefaníu:

„Mér finnst hann svo mikil vorboði og svo eru áhrifin frá honum í formi blómadropa hreint út sagt frábær. Fífillinn hjálpar okkur við losun spennu og gefur okkur frið og ró. Hann er öflugur í að vinna á spennu í líkamanum, sérstaklega í stoðkerfinu vegna of mikils álags, sem getur auðvitað orsakast af margvíslegum ástæðum, t.d. of miklu vinnuálagi, ofþjálfun líkama og afleiðinga breytingaskeiðisins,“ segir hún.

Flytja inn hágæða heilsuvörur

„Nýjaland flytur inn hágæða heilsuvörur sem heila bæði líkama og sál. Við erum mjög stolt af vörunum okkar, eins og t.d. FES blómadropum og líkamsolíum sem eru meðal vönduðustu vara sinnar tegundar enda vottaðar með DEMETER hágæðastimpli sem lífefldar (biodynamic) vörur. Fyrirtækið FES eða Flower Essence Services selur vöru sína í fleiri en 30 löndum um allan heim, m.a. á Íslandi, sem er ein þeirra framsæknu þjóða sem hafa áhuga á náttúrulækningum,“ bendir Stefanía á.
Umsagnir ánægðra notenda heilsuvaranna:
Flora Sleep: „Þvílík snilld að kynnast Flora Sleep, hafði ekki mjög lengi náð góðri hvíld í gegnum svefninn. Ég sef betur og vakna úthvíld.“

„Activ-8: „Þessi blómadropaformúla frá FES er ein af mínum uppáhalds formúlum, ég hef notað þá til að efla lífsorkuna mína og þeir hafa hjálpað mér að gefa mér heilbrigða sjálfsmynd. Áður var ég sífellt að fresta hlutum en nú gengur mér miklu betur að ná árangri í því sem ég er að gera.“
Gaia Green: „Ég er nýlega farin að æfa mig í að hugleiða daglega. Mér gekk ágætlega en fann fljótt að það var mikill dagamunur á hvernig mér gekk. Eftir að ég fór að nota Gaia Green gengur mér miklu betur og ég finn hvernig blómadroparnir hjálpa mér að styrkja tenginguna við móður jörð, alheimsorkuna og umhverfið.“
Róandi blómadropar fyrir dýrin

„Animal Rescue Formula er einstök formúla er sérstaklega ætluð dýrunum okkar. Hún inniheldur 12 mismunandi tegundir af blómadropum sem vinna gegn alls kyns breytingum og áföllum sem dýr geta orðið fyrir. Frábær blanda sem er róandi og kvíðastillandi og hjálpar dýrunum að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Stefanía að lokum og býður fólk hjartanlega velkomið í Nýjaland.

Sölustaðir:Heilsuhúsin í Rvk, Akureyri og Selfossi,Snyrtihofið Vestmanneyjum og nýr sölustaður er Gló Fákafeni 11

Nýjaland: Heilsustofa – Heilunarskóli, Miðbraut 7, 170 Seltjarnarnes. Sími: 517 – 4290.
frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nýjalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb