Den Danske Kro – Danski kráin – er líflegur punktur í skemmtanamenningu borgarinnar þar sem Reykvíkingar og aðrir njóta þess að blanda geði hver við annan. Eins og við vitum nota Danir iðulega orðið „hyggelig“ til að lýsa vinalegri stemningu og huggulegheitum. Starfsfólk og eigendur Danska barsins hafa einmitt kappkostað skapa þennan notalega anda sem birtist í öllu á staðnum, jafnvel í veggfóðrinu.
Danska kráin er frábær staður til að slaka á með vinum sínum, fara í pílukast, horfa á íþróttaviðburði, njóta sólarinnar þegar hún lætur sjá sig og fylgjast með mannlífinu af veröndinni fyrir utan staðinn.
Lifandi tónlist á hverju kvöldi og það er hægt að biðja um uppáhaldslögin sín!
Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði er haldið mót í hinum vinsæla leik, Beer Pong. Skráðu þig í tveggja manna lið á barnum og freistaðu gæfunnar í þessum þekkta bjórdrykkjuleik.
Bingókvöld er haldið síðasta fimmtudaginn í hverjum mánuði. Fullt af drykkjum og öðru góðgæti í vinning.
Um helgar er Danska kráin opin lengi. Starfsfólkið er alltaf ánægt að sjá þig þar og þú getur sungið og dansað með öðrum gestum fram undir morgun.
Den Danske Kro er að Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík