fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
FókusKynning

Þakefni án sýnilegra festinga og traust þakrennukerfi

Kynning

Blikkás-Funi er með þakefni og þakrennukerfi frá Plannja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þakklæðningar án sýnilegra festinga eru afar eftirsóknarvert þakefni vegna þess að þær eru áferðarfallegar og það er öryggi fólgið í því að hafa hvorki göt né skrúfur eða nagla á yfirborði þaksins. Blikkás-Funi býður nú upp á þakefni frá sænska framleiðandanum Plannja, sem heitir Plannja Trend, þar sem naglar og skrúfur hverfa inn í samsetninguna og sjást ekki berum augum. Þannig lítur þakið út fyrir að vera læst en raunverulega læst þakklæðning eru hins vegar afar dýr.

Plannja Trend er nýjung hér á landi en á myndum sem hér fylgja gefur að líta hús í Kópavogi með Plannja Trend þakklæðningu sem Blikkás-Funi lagði í vetur. Eins og myndirnar bera vitni um eru engar festingar, göt, naglar eða skrúfur sjáanleg á þakinu.

Blikkás-Funi leggur þakklæðningarnar fyrir þá sem þess óska en einnig kaupa byggingarfyrirtæki efni frá fyrirtækinu og leggja það. Efnið er sérpantað fyrir hvert hús og selt eftir lengd hvers þaks fyrir sig. Er hver pöntun útbúin í þeim lengdum sem viðkomandi þak býður upp á og því er efnið ekki klippt niður eftir á heldur nánast sniðið á þakið eins og það er.

Þakrennukerfi sem þolir vel íslenska veðráttu

Blikkás-Funi selur einnig þakrennukerfi frá Plannja, sem er þekkt hér á landi undir heitinu SIBA, sem þykja afar traust og hafa reynst vel. Þakrennurnar eru úr stáli og fást í mismunandi litum. Afar vönduð litahúð er á efninu og liturinn brenndur inn í stálið sem gerir vöruna einstaklega endingargóða. Plannja þakrennukerfi er einnig fáanlegt í Aluzinc, sem hefur miklu meira veðrunarþol en gengur og gerist með hefðbundin galv-efni; það kemur sér vel í kaldri og blautri veðráttu á Íslandi.

Plannja þakefni og rennukerfi hafa verið hér á markaði í áratugi. Vörur frá Plannja þykja sérlega traustar og endingargóðar og reynslan af þeim afar góð.

Blikkás-Funi
Smiðjuvegi 74 (Gul gata)
200 Kópavogur
Sími: 515 8700
Heimasíða: www.funi.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb