fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Milljarðamæringarnir sem byrjuðu á botninum: Uppvaskari, bílstjóri og kassadama

Auður Ösp
Fimmtudaginn 26. maí 2016 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjallir og hugmyndaríkir frumkvöðlar þurfa allir að byrja einhvers staðar – oftar en ekki á botninum. Leiðin upp getur verið löng og erfið og ekki er óalgengt að einstaklingar þurfi að steikja franskar eða skúra gólf á meðan þeir halda í vonina um viðskiptahugmynd þeirra muni á endanum slá í gegn. Hér má sjá dæmi um nokkra þekkta einstaklinga úr viðskiptaheiminum sem fæddust ekki með silfurskeið í munni.

Jeff Bezos, forstjóri Amazon vann á McDonalds sem unglingur og minnist þess að hafa eytt fyrstu vikunni í að þrífa tómatsósuklessur af gólfinu. Hann kveðst að vísu hafa lært heilmikið af því að vinna sem unglingur á McDonalds, og á hann þá við hluti sem ekki eru kenndir í skóla. „Þú getur lært að taka ábyrgð í hvaða starfi sem er, ef þú bara tekur starfinu nógu alvarlega,“ segir hann og ítrekar að fólk ætti ekki að vanmeta þann lærdóm sem fáist af því að vera úti á vinnumarkaðnum.

Richard Branson, milljarðamæringurinn uppátækjasami á bak við Virgin-veldið, er sannkallaður frumkvöðull en hann var aðeins 10 ára gamall þegar hann fékk sína fyrsti viðskiptahugmynd. Ákvað hann að rækta jólatré sem hann hugðist síðan selja í hverfinu sínu. Það fór þó ekki betur en svo að trén voru étinn af kanínum. Branson lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir þessa misheppnuðu tilraun til fyrirtækjarekstrar og hefur síðan þá átt þátt í að stofna meðal annars flugfélag, plötuútgáfu, símafyrirtæki og vegum Virgin, og nú síðast Virgin Galactic sem hyggst bjóða almenningi upp á geimferðir.

Reed Hastings, forstjóri Netflix, gekk á milli húsa og seldi ryksugur áður en hann hóf háskólanám í Maine. Hann segir að þó að það kunni að hljóma skringilega þá hafi hann í raun haft mjög gaman af því starfi. „Ég fékk að hitta alls konar mismunandi fólk.“

Michael Dell, forstjóri Dell tölvufyrirtækisins, var ráðinn sem uppvaskari á kínverskan veitingastað þegar hann var 12 ára gamall. Eigendur staðarins tóku greinilega strax eftir vinnusemi og dugnaði hins unga pilts þar sem ekki leið á löngu þar til búið var að hækka hann í tign. Var honum þá falið að hella vatni í glös gestanna, og síðar meir var hann yfirþjóninum til aðstoðar.

Auðjöfurinn og fyrrum borgarstjórinn Michael Bloomberg þurfti að finna leið til að borga fyrir skólagjöldin þegar hann var í verkfræðinámi í Baltimore í byrjun sjöunda áratugarins. Hann fékk starf við að leggja bílum og náði þannig að koma sér í gegnum námið.

Marissa Mayer, forstjóri Yahoo vann á unglingsárum sem kassadama í stórmarkaði. Segist hún hafa fylgst með samstarfsfólki sínu, sem sum höfðu unnið í stórmarkaðnum í tuttugu ár, og lært þannig heilmikið um hröð, vönduð og áreiðanleg vinnubrögð.

Eftir að hafa verið neitað um inngöngu í herinn 18 ára gamall gekk Walt Disney til liðs við Rauða Krossinn og eyddi ári í Frakklandi við að keyra sjúkrabíl. Þess á milli skemmti hann sér við að skapa teiknimyndir og alls kyns fígúrur. Nokkrum árum síðar var hann síðan rekinn af dagblaði þar sem hann starfaði sem teiknari, og sögðu yfirmenn hans við hann að hann skorti ímyndunarafl. Restina af sögunni þekkja allir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“