fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Eze snúinn niður í Leifsstöð: Átakanlegt myndband

Mótmæli og uppákoma í vél Icelandair í tengslum við brottvísun Eze Okafor í morgun.

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 26. maí 2016 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun, fimmtudaginn 26. maí, var Eze Henry Okafor fluttur með flugi til Svíþjóðar þrátt fyrir úrskurð kærunefndar útlendingamála um að mál hans gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina.

Í gær fóru fram hávær mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi, þar sem honum var haldið þar til hann var fluttur um borð í flugvél til Svíþjóðar í morgun.

Ekki orðið við kröfu mótmælenda

Í tilkynningu frá samtökunum No Borders Iceland segir að þrátt fyrir að tveir farþegar flugvélarinnar hafi mótmælt brottvísuninni og neitað að að setjast niður fyrr en Eze væri fjarlægður úr vélinni var ekki orðið við kröfunni. Farþegarnir voru í framhaldinu handteknir en brottvísuninni haldið áfram líkt og DV greindi frá fyrr í morgun.

No Borders Iceland krefjast þess að Eze verði fluttur aftur til Íslands og veitt dvalarleyfi hið snarasta og að umsókn hans um stöðu flóttamanns verði tekin til efnislegrar skoðunar hér á landi. Ekki sé vitað hver afdrif hans verða í Svíþjóð og óljóst sé hvort sænsk yfirvöld muni vísa honum til Nígeríu. Íslensk stjórnvöld eru því með þessu að taka áhættu sem varðar líf hans og heilsu.

Í tilkynningunni segir að í síðustu viku hafi kærunefnd útlendingamála greint frá því að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Hér að neðan má sjá myndskeið sem var tekið í Leifstöð í morgun og sýnir Eze Henry Okafor berjast á móti tveimur lögreglumönnum sem síðar fylgdu honum úr landi.

„Því ber íslenska ríkinu að taka fyrir umsókn hans um hæli hérlendis. Þrátt fyrir það ákvað Útlendingastofnun að reka skyldi Eze úr landi fyrirvaralaust með vísun í Dyflinnarreglugerðina – þvert á lög og góða stjórnarhætti.“

Flúði eftir hrottalega árás

Eze Henry Okafor hefur verið á flótta frá heimalandi sínu, Nígeríu, síðan 2011. Honum tókst að flýja eftir hrottalega árás af völdum meðlima hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, sem þó náðu áður að veita Eze varanlega höfuðáverka og myrða bróður hans.

Hann sótti um hæli í Svíþjóð en umsókn hans var synjað á grundvelli uppruna hans árið 2012, þegar hryðjuverkasamtökin voru ekki orðin eins alræmd og þau eru í dag. Síðan þá hefur Eze búið á Íslandi þar sem hann hefur starfað, eignast vini og byrjað að læra íslensku. Hér vill Eze búa.

Líf Eze hefur einkennst af óvissu og ótta síðustu árin og hefur hann mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu yfirvalda í umsóknarferli sínu sem hælisleitandi. Fari Eze aftur til Svíþjóðar óttast hann að verða sendur til Nígeríu þar sem hans bíður enn meiri óvissa og hætta. Hans von um að fá að vera áfram á Íslandi og eiga möguleika á mannsæmandi lífi er ekki úti enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi