fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fókus

Henrý Steinn er með dóttur sína á brjósti: Upplifði mikla vanlíðan á yngri árum – skar sig til að deyfa sársaukann

Vilja opna á umræðuna um málefni transfólks – Fyrsti íslenski transmaðurinn til að verða óléttur eftir að kynleiðréttingarferli hefst

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. maí 2016 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henrý Steinn, 19 ára gamall transmaður, eignaðist fyrir fjórum vikum stúlku sem hann er nú með á brjósti. Henrý og móðir hans, Jónína Baldursdóttir, eru í viðtali í nýjasta tölublaði Akureyri vikublaðs.. Þau vilja opna umræðuna um málefni transfólks.

DV greindi frá málinu fyrir skemmstu. Þar kom fram að fæðingin hafði tekið 26 klukkustundir, allt hefði þó gengið vel og stúlkan verið heilbrigð sem er mest um vert.

Sjá nánar: Íslenskur karlmaður fæddi dóttur: Fæðingin tók 26 klukkustundir – „Þetta er æðislegt“

Að sögn mæðginanna er fjölskyldan stór og er dóttir Henrýs, tíunda barnabarn Jónínu. Þá segist Henrý hafa kynnst kærasta sínum og barnsföður á hinseginn fundum og sagði þá hafa verið þá einu sem höfðu verið einhleypir í bústaðaferðum og ákveðið að gera eitthvað í því. Henrý segist ekki vera samkynhneigður, heldur sé hann hinseginn.

„Mér er alveg sama hvað er á milli lappanna á fólki,“ sagði hann og benti á að ekki væri samasemmerki á milli þess að vera sambandi með einstaklingi af sama kyni og að vera hommi.

Móðir Henrýs segir hann hafa upplifað mikla vanlíðan í sjöunda bekk. Þá hafi hann verið byrjaður að skera sig og þau hafi leitað til sálfræðinga, en án árangurs. Jónína segist hafa upplifað mikinn létti þegar Henrý hafi sagt henni að hann upplifði sig sem strák.

„Þessu barni leið rosalega illa í mörg ár og var farið að skera sig til að deyfa sársaukan. Við höfðum talað við sálfræðinga og reynt ýmislegt án árangurs. Þegar hann sagði mér að sér liði meira eins og strákur upplifði ég létti. Loksins var eitthvað sem gat verið ástæða fyrir allri þessari vanlíðan. Ég hugsaði af hverju ekki? Mér datt ekki í hug að reyna að stoppa hann eða vera með skæting. Það eina sem ég vildi var að barninu mínu myndi líða betur,“ segir hún í viðtalinu.

Henrý segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að ganga með barn. Hann er fyrsti íslenski transmaðurinn til að verða ófrískur eftir að kynleiðréttingarferli var hafið. Hann segir fóstureyðingu aldrei hafa verið möguleika.

Lestu viðtalið við Henrý Stein í heild sinni í Akureyri vikublaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu