fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Rikka lenti í slysi á Spáni: „Ég sá allt svart en rankaði svo við mér og datt út til skiptis“

Fékk heilahristing en er þakklát fyrir að hafa verið með hjálm

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrika Hjördís Geirsdóttir er óðum að jafna sig eftir reiðhjólaslys sem hún lenti í á Spáni fyrir skemmstu. Friðrika datt illa og fékk meðal annars heilahristing. Hún segir að hjálmurinn hafi að líkindum bjargað lífi hennar.

Friðrika var á Spáni með vinkonum sínum í skipulagðri hjólaferð á vegum Heimsferða þegar ógæfan dundi yfir. Fyrsta daginn hjóluðu þær 40 kílómetra og til stóð að hjóla 100 kílómetra daginn eftir. Ferðin byrjaði vel en Rikka segir að hún hafi verið að vandræðast með dekkjaslöngu og átt erfitt með að koma henni fyrir.

„Þannig að ég stakk henni undir sætið á hjólinu, ég hefði betur látið það ógert því þegar ég var að hjóla niður langa, bratta, ómótstæðilega girnilega brekku þá byrjaði slangan að losna undan sætinu. Með frosið bros á andlitinu tók ég náttúrulega ekki eftir neinu fyrr en ég var komin niður brekkuna en þá hafði slangan vafið sig utan um hjólastellið. Ég krossa mig bara og þakka æðri máttarvöldum fyrir að hún hafi ekki flækst í hjólinu sjálfu, það hefði endað illa. Slangan var ónýt og henni hent í næstu ruslatunnu og svo var haldið áfram. Ég viðurkenni að mér brá nú svolítið og leit á þetta sem ákveðið viðvörunarmerki,“ segir Rikka á heimasíðu sinni þar sem hún greinir frá málinu.

„Þegar ég var svo að renna mér niður þessa yndislegu brekku fann ég allt í einu högg, heyrði loftið renna úr framdekkinu og svo man ég ekki meir.“

Flutt með sjúkrabíl

Hún bætir við að hún hafi haldið ferðinni áfram og loksins komið að langþráðri brekku. „Þegar ég var svo að renna mér niður þessa yndislegu brekku fann ég allt í einu högg, heyrði loftið renna úr framdekkinu og svo man ég ekki meir. Ég rankaði við mér á götunni, hálftilfinningalaus. Ég sá allt svart en rankaði svo við mér og datt út til skiptis. Ég heyrði Kollu mína kalla á mig með kökkinn í hálsinum. Ég fann ekki fyrir neinu. Ég vil nú ekki dramatisera neitt því á þessari stundu var augljóst að ég var ekki brotin. Ég var nú samt flutt í sjúkrabíl á næstu heilsugæslustöð þar sem gert var að helstu sárum. Síðan var ég send heim á hótel,“ segir Rikka sem bætir við að hanni hafi liðið nokkuð vel þegar hún kom upp á hótel en verið nokkuð vönkuð.

Fékk heilahristing

„Stuttu síðar fór ég svo að taka eftir því að lærið á mér fór að bólgna upp. Ég beit nú bara á jaxlinn, klæddi mig upp og fór í kvöldmat með fólkinu mínu. Fljótlega fór mér svo að svima og verða flökurt sem endaði á því að ég kastaði upp á mig alla og fína Diane Von Furstenberg kjólinn minn. Mikið óskaplega var þetta allt saman glæsilegt. Ég var send aftur upp á spítala þar sem ég hafði augljóslega fengið heilahristing. Þar var ég næturlangt og er í rauninni búin að vera að jafna mig síðan. Ég þurfti að láta tappa blóði af Hematomu á lærinu á mér og var svolítin tíma að jafna mig eftir heilahristinginn. En ég er heil og voga mér ekki að kvarta. Ég vil samt segja við ykkur öll að hjálmurinn bjargaði mér, ef ég hefði ekki verið með hann þá væri ég ekki hér,“ segir Rikka og bætir við að þó hún hafi misst af ýmsu síðastliðinn mánuð sé heilsan aðalatriði.

„Á þessum mánuði hef ég lært að vera æðrulaus og fundið enn meiri styrk en áður, ég held að það mætti segja að ég hafi fengið nýja sýn á lífið og tek undir með spænska lækninum sem sagði á sinni bjöguðu ensku ; „Federica, today you were born again!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna