Netverjar völdu bestu stuttmyndahugmyndina
Kvikmyndagerðarkonan og leikkonan Tinna Hrafnsdóttir sigraði pitch-keppni Shorts TV í Cannes á fimmtudag með stuttmynd sína, Katharsis. Í keppninni lögðu aðstandendur stuttmynda fram hugmyndir sínar og almenningur kaus þær fimm hugmyndirnar sem honum hugnaðist best í netkosningu. Dómnefnd valdi svo bestu hugmyndina úr þessum fimm.
Verðlaunaféð er fimm þúsund evrur eða tæpar 700 þúsund krónur.
Eins og kvikmyndavefurinn Klapptre.is greinir frá hefur keppnin verið haldin þrisvar og í öll þrjú skiptin hafa íslenskar konur hlotið verðlaunin. Árið 2014 var það Eva Sigurðardóttir og 2015 var það Anna Sæunn Ólafsdóttir.