fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Vandaðar vörur og skemmtilegar merkingar

Kynning

Allt merkilegt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt merkilegt er lítið og skemmtilegt fyrirtæki sem annars vegar býður upp á merkingaþjónustu og hins vegar selur vandaðar vörur með fallegum og leiftrandi skemmtilegum merkingum. Fólk getur valið sínar eigin merkingar eða valið staðlaða texta. Dæmi um sívinsælar vörur verslunarinnar eru bolir sem á stendur „Ég er að verða stóra systir“ og „Ég er að verða stóri bróðir.“ Önnur afar vinsæl vara eru kjólar með merkingunni „Ef þér finnst ég vera dúlla ættirðu að sjá ömmu mína.“ Þá hafa samfellur með merkingunni „Fjúkk, loksins laus eftir níu mánuði inni“ notið mikilla vinsælda.

Erna Arnardóttir er eigandi fyrirtækisins Allt merkilegt. Hún er grafískur hönnuður að mennt og bera merkingarnar þess vitni. Þær eru í senn smekklegar, áferðarfallegar og afar skemmtilegar. Allt merkilegt er merkingaþjónustufyrirtæki og viðskiptavinir geta bæði valið eigin texta eða notið sköpunargáfu Ernu fyrir merkingar á sínar vörur. Hægt er að koma með eigin boli og láta merkja þá. Einnig selur Allt merkilegt könnur sem viðskiptavinir geta látið merkja að vild, til dæmis með mynd af sér og með hvaða áletrun sem óskað er eftir.

Þrátt fyrir áherslu fyrirtækisins á skemmtilegar merkingar leggur Allt merkilegt mikið upp úr því að selja vandaðar flíkur. Fötin eru þekkt fyrir að endast og halda sér vel.

Erna og dóttir hennar, Anna Kolbrún, í skemmtilegum bolum
Erna og dóttir hennar, Anna Kolbrún, í skemmtilegum bolum

Allt merkilegt er með vinnustofu og verslun að Garðatorgi 3 en mest er keypt í vefverslun fyrirtækisins á alltmerkilegt.is. Þar eru líka fínar upplýsingar um vörurnar. Í vefversluninni er hægt að velja um lit, stærð, mynd til að prenta utan á vöruna og texta.

Greitt er fyrir vörurnar í vefversluninni með korti eða millifærslu, en hægt er að velja um hvort kaupandi fær þær póstsendar eða sækir þær á Garðatorg 3.

Fyrir utan fötin, könnurnar og merkingarþjónustuna býður Allt merkilegt upp á alls konar skemmtilegar og gagnlegar vörur, til dæmis öryggisvesti, höfuðklúta, vegglímmiða og ótal margt fleira. Það er gaman að skoða úrvalið á alltmerkilegt.is en viðskiptavinir eru líka velkomnir í verslunina að Garðatorgi 3. Þá er líka óhætt að segja að verðið er hagstætt en allt er vandlega verðmerkt í vefversluninni á alltmerkilegt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni