fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Bíódómur: Gamlir kunningjar í nýjum búningum

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 16. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan um Mógli sást síðast í bíó árið 1994 sem leikin mynd, og þá án talandi dýra. Ástsælasta útgáfan af þessum sögum Kiplings hlýtur þó að vera Disney-teiknimyndin frá 1967. Hér er millivegurinn farinn, Mógli er mennskur leikari en tölvugerðu dýrin tala og syngja.

Það er vissulega gaman að rifja upp kynnin við Balú, Bakíra og alla hina, og allt gerist nokkurn veginn eins og maður á von á. Bæði dýrin og strákurinn tala eins og Bandaríkjamenn nútímans frekar en Indverjar á 19. öld, en mögulega hefði farið illa að láta Mógli hljóma eins og Apu í Simpsons. Umhverfið er hið raunverulegasta og því eru söngatriði dýranna dálítið eins og út úr kú. Og Mógli sjálfur er hér barn og ekki unglingur, sem gerir hann óþarflega úrræðagóðan en býður um leið upp á nýjan endi. Slagsmálatriðin eru fulllöng fyrir mynd sem þessa, en maður bíður eftir hverju kunnuglegu atriðinu og hefur ágætlega gaman af. Áhugaverðasta breytingin er gerð á King Louie, órangútanapar eru ekki til á Indlandi en til að hafa allt sem réttast er honum breytt í útdauðan risapa sem minnir á Kaftein Kurtz í Apocalypse Now.

Enn annarrar myndar um Mógli er að vænta á næsta ári, og manni finnst þær kannski heldur tilgangslitlar þar sem varla verður gerð betri útgáfa en teiknimyndin var. En tilganginum er ef til vill náð með því að kynna þessa skemmtilegu sögu (sem var fyrirrennari Tarzan) fyrir nýrri kynslóð. Heildarupplifunin er frekar eins og „tribute“-tónleikar en klassísk plata. En ágætis kvöldstund samt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað