Bandaríska leikkonan Kate Hudson skellti sér út á lífið í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum DV er þessi 38 ára leikkona hér á landi.
Heimildir herma að Kate hafi sést á Pablo Discobar í Veltusundi í gærkvöldi þar sem hún var með hópi vina. Virtist Kate í góðu skapi og sást hún meðal annars stíga spor á dansgólfinu. Ekki er vitað hvort Kate sé hér á landi í einhverjum sérstökum erindagjörðum eða hvort hún sé einfaldlega hér á landi í fríi.
Kate vakti talsverða athygli á dögunum þegar hún skartaði nýrri hárgreiðslu á Urbanworld-kvikmyndahátíðinni í New York í lok september. Ljósu lokkarnir höfðu fengið að fjúka og raunar mest allt hárið líka. Hudson var viðstödd hátíðina vegna nýjustu myndar sinnar, Marshall, sem frumsýnd var á hátíðinni.
Kate Hudson hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta leikkona Hollywood og hefur hún einu sinni verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Það var árið 2001 fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Almos Famous. Þú hún hafi ekki unnið Óskarinn vann hún Golden Globe-verðlaunin fyrir sömu mynd.