fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Kate Hudson á Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 6. október 2017 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kate Hudson skellti sér út á lífið í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum DV er þessi 38 ára leikkona hér á landi.

Heimildir herma að Kate hafi sést á Pablo Discobar í Veltusundi í gærkvöldi þar sem hún var með hópi vina. Virtist Kate í góðu skapi og sást hún meðal annars stíga spor á dansgólfinu. Ekki er vitað hvort Kate sé hér á landi í einhverjum sérstökum erindagjörðum eða hvort hún sé einfaldlega hér á landi í fríi.

Kate vakti talsverða athygli á dögunum þegar hún skartaði nýrri hárgreiðslu á Urbanworld-kvikmyndahátíðinni í New York í lok september. Ljósu lokkarnir höfðu fengið að fjúka og raunar mest allt hárið líka. Hudson var viðstödd hátíðina vegna nýjustu myndar sinnar, Marshall, sem frumsýnd var á hátíðinni.

Kate Hudson hefur um margra ára skeið verið ein þekktasta leikkona Hollywood og hefur hún einu sinni verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Það var árið 2001 fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Almos Famous. Þú hún hafi ekki unnið Óskarinn vann hún Golden Globe-verðlaunin fyrir sömu mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“