fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Vigdís sakar embættismenn um sukk og spillingu: Taka gjarnan tölvu með sér heim

Vigdís lét ýmislegt flakka í Vikulokunum á Rás 1 í morgun

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar sakar embættismenn sem starfa við innkaup hjá opinberum stofnunum ríkisins um spillingu og lögbrot. í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun sagði hún innkaupastjóra græða persónulega á innkaupum sem þeir gera fyrir hönd ríkisins.

„Ég bara hitti margt fólk og það vita margir í hvaða starfi ég er og það hafa margir komið að máli við mig eins og til dæmis það að það er gjarnan verið að taka tíu tölvur fyrir ríkið og eina heim og annað slíkt,“ sagði Vigdís en sagðist ekki ætla að upplýsa um hvaða stofnanir hún vísaði til en sagðist ætla að skrifa um málið þegar hún hætti á þingi: „Ég er að vinna í þessu innanfrá, útaf því erum við svona grimm í meirihluta fjárlaganefndar að bæta kerfið og gera þetta með þessum hætti.“

Vigdís sagði til hugarfarsbreytingar þyrfti að koma til að innkaupastjórar teldu það eðlilegt fara með innkaup hins opinbera í útboð. Engin þörf væri að hafa eftirlit með almenna vinnumarkaðnum þar sem einkaaðilar leiti alltaf að hagkvæmustu lausnunum. Innkaupastjórum á almenna markaðnum sem hegðuðu sér eins og embættismenn yrðu sagt upp en það er ekki hægt hjá hinu opinbera því þar eru allir æviráðnir:

„Það á að auglýsa það á fimm ára fresti en það er ekki gert. Það er nú bara þannig og eins og ég segi þá er enginn hvati hjá ríkinu varðandi þessi innkaup að sýna einhvern ábata eða hagkvæmni því að ríkið kemur alltaf fyrir rest með peninginn og það er alveg sama hvað er sukkað og hvað það eru mikil afglöp í starfi að viðkomandi sitji alltaf og það er aldrei tekið upp þetta áminningarferli sem er í lögum um opinbera starfmenn. Þannig að þetta er bara kerfi sem að blómstrar innan okkar kerfis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“