Grínistinn og uppistandarinn Bylgja Babýlons er komin með nýja þætti á Youtube. Aðdáendur Bylgju hafa beðið milli vonar og ótta síðan hún og Anna Hafþórsdóttir hættu gerð þáttanna Tinna og Tóta, þar sem þær léku ljósabrúnar lífsstílsgyðjur og gáfu áhorfendum góð ráð um líkamsrækt, förðun og hráfæði, svo fátt eitt sé nefnt. Nýi þátturinn hennar Bylgju heitir Uppfinningahornið, en í fyrsta þættinum kynnir hún byltingarkennda pökkun á mjólk. Þeir sem geta ekki hugsað sér að missa af einu einasta myndbandi ættu að láta sér líka við síðu Bylgju á Facebook: www.facebook.com/Bylgja-Babýlons-Bee.