fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

25% afsláttur af granítlegsteinum út maí

Kynning

S.Helgason

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2016 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá árinu 1953 hefur S. Helgason framleitt legsteina. Við þá framleiðslu hafa fjölmargir þættir bæst, t.d. borðplötur, sólbekkir og grásteinsplötur í arna, svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2011 bættist steinsmiðjan Sólsteinar við starfsemi S.Helgasonar og á síðasta ári keypti S.Helgason steinsmiðjuna Mósaík, sem var önnur elsta steinsmiðja landsins. Starfsemi sameinaðra smiðja er nú rekin á Skemmuvegi 48 í Kópavogi undir nafninu S.Helgason.

Ásgeir Nikulás Ásgeirsson sölustjóri segir mikinn ávinning hafa orðið af sameiningu þessara þriggja steinsmiðja:

„Fyrir utan augljósan rekstrarlegan ávinning, þ.e. að reka eina einingu í stað þriggja, var það ekki síður sú mikla verkþekking sem þarna sameinast á einn stað sem og aukin framleiðslugeta til að takast á við stór og fjölbreytt verkefni. Hryggjarstykkið hefur frá öndverðu verið framleiðsla legsteina og leggur fyrirtækið mikinn metnað í að skila frá sér fallegum minningarmerkjum til viðskiptavina sinna.“

Granít, marmari og íslenskar bergtegundir

S.Helgason býður uppá legsteina úr graníti og marmara en sérstaðan liggur þó í smíði á legsteinum úr íslensku hráefni. Stuðlaberg hefur lengi verið vinsælt í legsteina enda fer þar saman mikið veðrunarþol og fjölmargir möguleikar í útfærslum. Sumir kjósa að fá óunna stuðlabergsdranga á meðan aðrir velja meira unna steina en þá koma fram fallegar æðar sem myndast hafa við storknun og gefa legsteininum mikinn svip og engir tveir steinar eru eins. Legsteinar úr gabbró og líparít eru einnig vinsælir og þykja mikil prýði.

Meðfram legsteinasmíðinni sinnir smiðjan hinni ýmsu þjónustu er tengist viðhaldi steinanna. Málað er í letur sem farið er að dofna og steinar sem farnir eru að skekkjast réttir af. Ásgeir segir einnig mikið um að áletrunum sé bætt við eldri steina.

25% afsláttur út maí

Í maímánuði ætlar S.Helgason að bjóða 25% afslátt af granítlegsteinum. Þá er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerðum, litum og lögun.

„Tilboðið gildir út maí og hvetjum við viðskiptavini að líta til okkar og sjá fjölbreytt úrvalið í granítsteinum, luktum, vösum og öðrum aukahlutum,“

segir Ásgeir.

„Viðskiptavinir okkar skipta orðið þúsundum og við hlökkum við til sinna verkefnum morgundagsins með áratuga reynslu og farsæla sögu í farteskinu,“

segir Ásgeir að lokum.

S.Helgason ehf.
Skemmuvegi 48
200 Kópavogur
Sími: 557 6677
Opið: Mán. – fim. 09-18; fös. 09-17; lau. 10-14
Heimasíða: shelgason.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni