fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Logi rifjar upp áhrifamestu lífsreynsluna: „Ég man að mér fannst það ömurlegt“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2017 09:56

Logi Már Gripinn þegar keypti veip.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ein ákveðin lífsreynsla þegar hann var ungur drengur hafi líklega gert það að verkum að hann ákvað að verða jafnaðarmaður.

Logi segir frá þessu í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu Samfylkingarinnar, en þar er formaðurinn spurður út í áhrifamestu lífsreynsluna.

„Áhrifamesta lífsreynsla sem ég hef orðið fyrir var þegar ég fór með vini mínum, sem ég æfði með fótbolta heim til hans eftir æfingu,“ segir Logi og bætir við að þeir vinirnir hafi líklega verið 8 eða 9 ára.

„Við ætluðum að fá okkur brauðsneið og mjólk og áttuðum okkur á því að það væri ekki til matur í íbúðinni. Hann fór að segja mér frá því að það væri oft svoleiðis, það væri ekki til peningur og þau væru fátæk,“ segir Logi sem nefnir að sjálfur hafi hann lifað í öryggi, ekki hjá hátekjufólki en hjá fólki sem átti alltaf nóg.

„Þarna áttaði ég mig á því að það var líka til fátækt fólk á Íslandi. Ég man að mér fannst það ömurlegt og ætli það hafi ekki gert mig að jafnaðarmanni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna