fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Líf Kristófers snarbreyttist eftir að augað var fjarlægt

Biðlar til foreldra að fylgja eigin sannfæringu

Kristín Clausen
Mánudaginn 23. maí 2016 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að reyna að vinna okkur hægt og rólega upp úr þessu“ Þetta segir Halldóra Johannesen móðir Kristofers Kaj sem greindist fyrir ári með krabbamein í öðru auganu. Hann fór í framhaldinu í aðgerð þar sem augað var fjarlægt.

Halldóra segir í samtali við Bleikt að hún hafi fyrst tekið eftir því veturinn 2014-2015 að eitthvað væri að öðru auganu á Kristófer sem verður fjögurra ára í nóvember. Þá sá hún móta fyrir hvítum blettum á ljósmyndum þegar hann var myndaður.

Mikilvægt að fylgja eigin sannfæringu

Halldóra vill beina því til foreldra að fylgja eigin sannfæringu ef þeim finnst eitthvað vera að barninu sínu.
Eftir nokkrar læknaheimsóknir síðastliðið vor var Halldóru tjáð að Kristófer væri með krabbamein í auganu og að æxlið væri orðið svo stórt að það væri búið að vaxa yfir sjónhimnuna og allar sjóntaugarnar. Hann væri því blindur á auganu.

Föstudaginn 10. júlí var aðgerðin svo framkvæmd en þá var augað tekið. Engin merki hafa fundist um frekari dreifingu. „Það að hann missti augað var enginn missir fyrir Kristófer þar sem hann var orðinn blindur. Æxlið stækkaði hægt og rólega og lokaði fyrir sjóntaugina. Hann hefur vanist því jafnóðum án þess að við yrðum vör við það.“

Halldóra segir í samtali við DV að Kristófer sé allt annað barn í dag heldur en fyrir ári. Hún segir að þau hafi ekki áttað sig á því hversu mikil áhrif þetta hafði á hann fyrr en búið var að fjarlægja æxlið: „Hann var alltaf lasinn, talaði, borðaði og lék sér lítið. Hann sat alltaf fyrir framan sjónvarpið og nennti engu.“

Allt annað barn

Eftir að æxlið var tekið snarbreyttist líf Kristófers en hann fékk gerviauga í september. Halldóra segir að sonur sinn sé í dag botnlaus þegar kemur að mat og hafi aldrei tíma til að horfa á sjónvarpið þar sem hann sé svo upptekinn af því að leika sér.

„Bæði við og læknarnir hans erum alveg viss um að hann hafi verið með krónískan höfuðverk án þess að kvarta. Hann hefur örugglega bara haldið að þetta ætti að vera svona.“

Lífið er aftur komið í nokkuð fastar skorður hjá fjölskyldunni eftir áfallið. Foreldrar hans eru bæði farin að vinna fullan vinnudag. Drjúgur tími fer þó í allskonar læknaheimsóknir en Kristófer er sömuleiðis undir miklu eftirliti á heilbrigða auganu.

Hér má sjá tengil í leik sem fjölskyldan er skráð í

Halldóra segir að hún sé nýlega byrjuð að vinna í sjálfri sér. Þá hittir hún sálfræðing og játar að hún sé enn ekki búin að bera sér nákvæmlega grein fyrir því hvað þau gengu í gegnum. „Það að barnið mitt hafi verið með krabbamein er enn svo óraunverulegt. Enginn býst við því að lenda í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“