fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Siggi Tumi er 11 ára og treysti sér ekki í afmælið: Sjáðu hvað vinkona hans gerði til að gleðja hann

„Þetta var algjörlega dásamlegt að sjá“

Auður Ösp
Mánudaginn 2. maí 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er eitthvað það fallegasta sem ég upplifað í langan tíma,“ segir Sif Sigurðardóttir, móðir hins 11 ára gamla Sigurðar Tuma en hann fékk heldur betur óvæntan glaðning á föstudaginn. Sigurður, eða Siggi Tumi, er greindur með einhverfu og á að sögn Sifjar erfitt með margmenni líkt og afmælisveislur. Ákvað Viktoría bekkjarsystir hans því að taka til sinna ráða og koma með afmælisveisluna sína til hans.

„Siggi Tumi var greindur með dæmigerða einhverfu þegar hann var rúmlega þriggja ára gamall og því fylgja ýmisskonar þroskaskerðingar og svo félagslegir þættir eins og er algengt hjá einhverfum,“ segir Sif í samtali við blaðamann en Siggi Tumi stundar nám í Oddeyrarskóla á Akureyri. Að sögn Sifjar hafa sömu skólafélagarnir fylgt honum frá upphafi, og taka þau Sigga Tuma eins og hann er.

Sif og Siggi Tumi í Orlando
Mæðgin á góðri stundu Sif og Siggi Tumi í Orlando

„Þau þekkja hann mjög vel og allar hans sérþarfir. Hann verður aldrei fyrir neinni stríðni og fær alltaf að vera með í öllu, á sínum forsendum. Honum er boðið í afmæli eins og hinum og það eru aldrei nein vandamál, sem er auðvitað bara frábært,“ segir Sif jafnframt en bætir við að vegna einhverfunnar eigi Siggi Tumi erfitt með að vera í margmenni og forðist því ævinlega að mæta í veislur.

Siggi Tumi á góða vinkonu í skólanum, Viktoríu Mist Birgisdóttur og hélt hún upp á afmælið sitt síðastliðinn föstudag. Þangað hafði hún boðið Sigga Tuma sérstaklega miðvikudaginn áður. „Hann var á báðum áttum með að fara en ákvað svo að lokum að fara ekki,“ segir Sif sem sendi þá sms á móður Viktoríu, Unni Elvu Vébjörnsdóttur, um að Siggi Tumi kæmi ekki í afmælið. „Mér skilst að hún Viktoría hafi orðið alveg afskaplega leið þegar hún frétti að Siggi Tumi myndi ekki koma og því ákváðu þær mæðgurnar að koma bara með afmælið til hans þegar veislan var búin.“

Siggi Tumi vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar þær mæðgur komu til hans í heimsókn eftir veisluna og höfðu meðferðis dýrindis kræsingar, afmælisköku og íspinna. Segir Sif að skiljanlega hafi hennar maður orðið bæði hissa og kjaftstopp.

Siggi Tumi var heldur betur lukkulegur með hina óvæntu gjöf.
Sáttur og glaður Siggi Tumi var heldur betur lukkulegur með hina óvæntu gjöf.

„Hann sýnir oftast ekki mikil tilfinningaleg viðbrögð en það var alveg greinilegt að hann var ofboðslega ánægður og glaður með þessa óvæntu sendingu. Þetta var algjörlega dásamlegt að sjá,“ segir hún og kveðst afar snortin yfir þessum óvænta glaðning frá Viktoríu og móður hennar. „Þetta er bara svo einstakt. Þetta er alveg yndislegur hugsunarháttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Í gær

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Í gær

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó

Fékk nóg af Hollywood eftir að Matthew Perry dó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu