fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

UNDRI: 100% vistvæn hreinsiefni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mörgum fagnaðarefni að nú eru komin á markaðinn hreinsiefni sem eru í senn mjög áhrifamikil og 100% vistvæn – eru með öllu óskaðleg mönnum og náttúrunni. Hreinsiefnin standast kröfur OECD um hratt niðurbrot í náttúrunni. Þau má nota til dæmis í sjávarútvegi, fiskvinnslu og matvælaframleiðslu almennt.

Ekki spillir fyrir að þessi hreinsiefni eru íslensk framleiðsla. UNDRI ehf. er staðsett að Stapabraut 3a í Reykjanesbæ en eigandi fyrirtækisins og stofnandi er Sigurður Hólm Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri. UNDRI ehf. hefur þá umhverfisstefnu að hafa sem minnst umhverfisáhrif með starfsemi sinni og í þeim anda eru hreinsiefnin þróuð og framleidd.

Undri er efni sem þróað var með það í huga að nýta fitu sem félli til í matvælaiðnaði til að gera hreinsiefni sem nýtast mætti í iðnaði almennt til að hreinsa olíu og tjöru. Það tókst með ágætum og er það nú víða notað til þvotta í iðnaði, við tjöruþrif á bifreiðum og einnig sem penslasápa fyrir olíumálningarpensla. Í ljós hefur komið að efnið virkar dável í loðnubræðslum og hefur ótvíræða kosti fram yfir önnur efni þar sem sýrustig þess er mun lægra og því veldur það engri tæringu í málmum, svo sem áli. Starfsmenn SR-mjöls í Helguvík hafa mikla reynslu af þessu efni, en þeir hafa notað það til allra þrifa í vel á þriðja ár.

Á vandaðri heimasíðu UNDRA ehf., www.undri.is, er að finna ítarlegar almennar upplýsingar um UNDRA hreinsiefnin og hvað aðgreinir þau frá hefðbundnum hreinsiefnum. Þar eru einnig sértækar upplýsingar um hverja og eina vöru og góð vefverslun þar sem panta má vörurnar.

Vörutegundirnar eru UNDRI penslasápa, iðnaðarhreinsilögur, tjöruhreinsir, línusápa, blettahreinsir, garðahreinsir, flísahreinsir, kvoðuhreinsir og bílasápa og bón.

Penslasápan hefur til dæmis þá kosti að mun fljótlegra er að þrífa málningu úr penslum og ekki þarf að margskola pensilinn undir vatni. Einnig ýfast hárin ekki á penslinum þó að hann sé margþveginn með efninu.

UNDRI iðnaðarhreinsilögurinn er afar kröftugt hreinsiefni til sjós og lands og inniheldur engin leysiefni.

UNDRI tjöruhreinsir er afar áhrifaríkur við að hreinsa tjöru og önnur óhreinindi af bílum, vélum og tækjum, en efnið inniheldur í senn tjöruhreinsi, sápu og bón.

UNDRI flísahreinsir fjarlægir alla fitu auðveldlega, þar með talda húð- og matvælafitu. Hann skilur eftir sig þunna fituhúð sem gefur gljáa. UNDRI flísahreinsir mattar hvorki flísar, ál né stál því hann er hvorki súr né basískur og sýrustig hans er ph7.7.

Sem fyrr segir eru ítarlegar og afar greinargóðar upplýsingar um allar vörurnar á heimasíðunni www.undri.is og þar má einnig panta vörur.

UNDRI ehf
Stapabraut 3a
260 Reykjanesbær
Opið kl. 9–16 alla virka daga en lokað í hádeginu
Símar: 421-6574 og 821-6574
Netfang: undri@undri.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni