Eldur og ís, Skólavörðustíg 2
Sjaldan hefur blanda af heitu og köldu heppnast jafnvel og á kaffihúsinu Eldur og ís, Skólavörðustíg 2. Franskar pönnukökur, crepes, þykja í sérflokki á staðnum. Pönnukökur með sveppa-, skinku- og ostafyllingu eru vinsælar en margir sækja líka í sætar pönnukökur með ýmsu góðgæti, þar á meðal nutella og ís. Heitar pönnukökur með sætri fyllingu og köldum ís þykja mikið lostæti og eru á meðal þess sem hefur skapað staðnum sérstöðu.
Eldur og ís hefur lítið sem ekkert auglýst starfsemi sína en öðlast feikilegar vinsældir vegna orðsporsins. Staðurinn er meðal annars með toppeinkunnir á vefnum TripAdvisor. Hann er vissulega mjög vinsæll meðal erlendra ferðamanna en Íslendingar kunna ekki síður vel að meta Eldur og ís. Meðal þeirra sem sækja staðinn stíft eru framhaldsskólanemar í MR og Kvennaskólanum sem þykir meðal annars gott að fá sér sætar pönnukökur með ís. Það er einnig algengt að stórfjölskyldur sæki staðinn þar sem unga fólki er búið að koma eldri kynslóðinni á bragðið með þessari blöndu af pönnukökum og ís.
Á Eldur og ís er hægt að fá fitandi mat sem gælir við bragðlaukana en þar er líka hægt að fá heilsufæði. Staðurinn hentar til dæmis vel fólki sem ástundar vegan-mataræði. Meðal annars eru í boði glútein- og laktósafríar spelt-pönnukökur.
Eldur og ís er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Patriciu Brizuela og Aurelio Ferro. Aurelio er ítalskur en Patricia er frá Mexíkó og Kúbu. Hún hefur búið á Íslandi frá því um tvítugt og talar ágæta íslensku. Börn hennar eru uppalin á Íslandi og tala reiprennandi íslensku en öll fjölskyldan vinnur hörðum höndum í fyrirtækinu enda veitir ekki af því núna. Í vor og sumar er opið frá átta á morgnana til hálf tólf á kvöldin.
Meðal þess sem er vinsælt á staðnum er heita súkkulaðið en Ís og eldur býður upp á fimm tegundir af því.
Eldur og ís leggur áherslu á að vera með sem mest af íslensku hráefni. Ísinn kemur frá Kjörís, þykir framúrskarandi góður og fyrirtækið er mjög ánægt með samstarfið við Kjörís. Kaffið á staðnum þykir einnig afbragðsgott en það kemur frá Te og kaffi.
Eldur og Ís
Skólavörðustíg 2
Opið mán-lau: frá kl. 08:30 – 23:00 og sun:frá kl. 10:00 – 23:00
www.facebook.com/eldurogis/