fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Davíð Oddsson ætlar í forsetaframboð

Tilkynnti framboð sitt í morgun

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 8. maí 2016 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra hefur staðfest að hann ætlar í forsetaframboð. Það gerði hann nú rétt í þessu á Sprengisandi. Þar var hann gestur Páls Magnússonar sem nýverið tók við þættinum.

Á Eyjunni segir um feril Davíðs sem er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.Hann var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1982 til 1991 en söðlaði um og var kjörinn á Alþingi árið 1991, sama ár og hann var kjörinn formaður. Davíð settist strax í stól forsætisráðherra en hann myndaði Viðeyjarstjórnina svonefndu að afloknum kosningum 1991 ásamt

Alþýðuflokknum. Davíð sat á stóli forsætisráðherra til ársins 2003 en tók þá við sem utanríkisráðherra. Því embætti sinnti hann til ársins 2005 en það ár lét hann af þingmennsku, sem og af formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum.
Davíð var gerður að aðalbankastjóra Seðlabankans árið 2005 og gegndi því embætti til ársins 2009. Seta hans í embætti varð verulega umdeild eftir að bankarnir hrundu og hefur hann verið gagnrýndur mjög. Davíð var raunar gagnrýndur mjög alla sína stjórnmálatíð, einkum meðan hann sat á þingi, en á sama tíma átti hann sér gríðarlega harða fylgismenn. Hann var löngum einn allra vinsælasti stjórnmálamaður landsins.

Davíð var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins haustið 2009 og hefur gegnt því starfi síðan þá.
Davíð er fæddur 1948. Hann er menntaður lögfræðingur, giftur Ástríði Thorarensen hjúkrunarfræðingi. Þau eiga einn uppkominn son.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru