fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

ASÍ: Afnám tolla skilar sér ekki til neytenda

Segja að afnám tolla á fatnaði og skóm hafa átt að skila 13 prósenta verðlækkun til neytenda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. maí 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands segir afnám tolla á fatnaði og skóm ekki hafa skilað sér til neytenda. Í tilkynningu frá ASÍ segir að samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi afnám tolla og skóm í upphafi árs átt að skila 13 prósenta verðlækkun til neytenda.

„Áætlað var að um 60% vara í vöruflokknum bæru toll fyrir breytingarnar. Því má áætla að afnám tolla af fötum og skóm ætti að skila um 7,8% lækkun á fötum og skóm í vísitölu neysluverðs,“ segir einnig í tilkynningunni.

Í línuritinu frá ASÍ má sjá þróun verðlags á fatnað og skó samkvæmt vísitölu neysluverðs frá janúar 2014 fram í apríl 2016. Ef vísitalan í apríl miðað við vísitöluna í byrjun árs, má sjá fjögurra prósenta breytingu. Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins segir það allt of lítið miðað við áætlun þess.

Þá greinir ASÍ frá því að sjá megi á núverandi stöðu vísitölunnar að verslanir hafi hækkað verð aftur eftir útsölur, því minna en gera mátti ráð fyrir. Verðlagseftirlitið segir vísitöluna hafa átt að enda í kringum 100, á sama stað og í janúar 2014. Vísitalan er í kringum 105.

„Til viðbótar við afnám tolla hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið, sem hefði átt að ýta undir enn frekari lækkun á fötum og skóm sem eru að mestu leyti innfluttar vörur,“ segir einnig í tilkynningunni. Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er að verslanir hafi ekki skilað afnámi tolla á fatnaði að fullu.

Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins segist þó halda áfram að fylgjast með þróun verðlags og sjá hvort afnáminu verði skilað til neytenda, að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina