fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Ókeypis gifting með tónlist og söng í Breiðholtskirkju

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 12. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og komið hefur fram í fréttum hefur skírnum farið nokkuð fækkandi undanfarin ár. Kemur þar margt til en ýmsum þykir of mikið tilstand fylgja athöfninni og jafnvel of mikill kostnaður. Af því tilefni býður Breiðholtskirkju upp á svokallaðann Drop-in skírnardag í kirkjunni, laugardaginn 28. maí næstkomandi frá 13.00-16.00,“ þetta segir séra Þórhallur Heimisson sem einnig ætlar að bjóða upp á ókeypis giftingar í júnímánuði.

Þórhallur segir:

„Það verður hægt að koma til skírnar í þessari fallegu og nýtískulegu kirkju með litlum fyrirvara, sjálfur eða með barnið sitt, – og allt ókeypis. Í framhaldinu verður síðan boðið upp á drop -in brúðkaupsdag með sama sniði laugardaginn 11. júní frá 13.00 -16.00.“

Þá geta pör fengið ókeypis hjónavígslu með fallegri tónlist og söng en presturinn bendir á að mörgum vex í augum kostnaður við brúðkaup. Breiðholtskirkja vill gefa öllum tækifæri til að ganga í hjónaband sér að kostnaðarlausu við fallega athöfn og eftirminnilega.

Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur Breiðholtskirkju annast allar athafnir beggja dagana. Við rathafnirnar leikur Örn Magnússon, organisti kirkjunnar, undir söng og sönghópur syngur sálma.

Þórhallur segir:

„Ekki þarf að bóka hvorki skírn né brúðkaup en gott er að láta vita með einhverjum fyrirvara svo enginn þurfi að bíða. Hægt er að hafa samband í síma sóknarprests, 8917562. Sé skírnarbarn yngra en 16 ára þarf skriflegt samþykki beggja ábyrgðarmanna barns. Auk þess þurfa foreldrar að koma með fæðingarvottorð. Vígsluþegar þurfa einnig á vottorðum að halda svo vígslan sé lögleg og eru því beðin að hafa samband með fyrirvara svo hægt sé að koma pappírsvinnunni frá. “

Við þetta bætir Þórhallur að allir séu velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni