fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Metþátttaka í könnun DV um Davíð: Svona dreifðust atkvæðin

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 9. maí 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Davíð sat á stóli forsætisráðherra til ársins 2003 en tók þá við sem utanríkisráðherra. Því embætti sinnti hann til ársins 2005 en það ár lét hann af þingmennsku, sem og af formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum.

Ljóst er að framundan er hörð kosningabarátta, en gengið verður til kosninga þann 25. júní næstkomandi.

DV blés til könnunar fljótlega eftir að Davíð tilkynnti ákvörðun sína. Þar var einfaldlega spurt:

„Gætir þú hugsað þér að kjósa Davíð Oddsson í embætti forseta Íslands? Svarmöguleikar eru þrír; Já, nei og veit ekki.“

Þátttakan var í gær gríðarlega mikil og sjaldan ef nokkur tímann hafa jafn margir greitt atkvæði á jafn skömmum tíma í könnun DV. Nú hafa 11.285 tekið þátt. Atkvæðin dreifast þannig:

Nei segja 8106 eða 71,8 prósent
Já segja 2874 eða 25,5 prósent
Óvissir eru 305 2,7 prósent

Sjá könnun hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt